Enski boltinn

Hólmar Örn: Það verður gott að hafa Bjarna þarna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson fagnar marki með 21 árs landsliðinu.
Hólmar Örn Eyjólfsson fagnar marki með 21 árs landsliðinu. Mynd/Stefán
Hólmar Örn Eyjólfsson er í viðtali á heimasíðu West Ham í framhaldi af því að hann er að fara á lánssamningi til belgíska liðsins KSV Roeselare út þetta tímabil. Þetta er annar lánssamingur Hólmars á tímabilinu en hann spilaði fjóra leiki með Cheltenham Town í október.

„Ég hefði mikinn áhuga á að fara til Belgíu og spila þegar þetta kom fyrst upp. Þetta er sterk deild og þarna eru mörg góð lið. Ég ætti að geta spilað marga leiki það sem eftir lifir af þessu tímabili," sagði Hólmar Örn í viðtalinu.

„Ég vil fá tækifæri til að sanna mig og þetta er gott próf. Þetta verður öðruvísi fótbolti en ég kynntist hjá Cheltenham. Þetta er allt annað getustig og miklu fleiri af fólki að horfa á leikina," segir Hólmar Örn.

„Ég þekki Bjarna Viðarsson sem er fyrirliði 21 árs liðsins. Hann er miðjumaður og var einu sinni hjá Everton. Bjarni er góður leikmaður og það verður gott að hafa hann þarna," segir Hólmar.

„Mitt markmið er að koma til baka til West ham og vinna mér sæti í aðalliðinu. Ég hef enn allt næsta tímabil til þess að ná því markmiði," segir Hólmar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×