Innlent

Jóhanna: Virðingavert að Björgvin hafi brugðist við skýrslunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir segir það virðingarvert að Björgvin bregðist við skýrslunni. Mynd/ Pjetur.
Jóhanna Sigurðardóttir segir það virðingarvert að Björgvin bregðist við skýrslunni. Mynd/ Pjetur.
Það er virðingavert að Björgvin G. Sigurðsson hafi brugðist við og tekið sína ákvörðun, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar umræður um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófust klukkan þrjú í dag. Björgvin er einn af sjö sem Rannsóknarnefndin telur að hafi sýnt vanrækslu í starfi.

Jóhanna þakkaði nefndarmönnum fyrir að hafa unnið að skýrslunni. Hún sagði jafnframt að skýrslan myndi hjálpa Íslendingum, sem þjóð, að vinna úr því áfalli sem bankahrunið hafi haft í för með sér. Skýrslan boðaði þáttaskil og væri áskorun um heiðarlegt uppgjör og nýja starfshætti - þakkar rannsóknarnefndinni.

Þá sagði Jóhanna að mikilvægt væri að þeir sem fjallað er um í skýrslunni væri gefið andrými til þess að skoða sína stöðu og taka ákvörðun um framhaldið. Hún hvatti til yfirvegunar og aðgátar. Slæmt væri að hrapa að ákvörðunum eftir birtingu skýrslunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×