Innlent

AGS tekur ekki afstöðu til skattahækkana

Höfundar skattatillagna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka enga afstöðu til þess hvort stjórnvöld eigi að hækka skatta eða skera niður útgjöld til að ná fram jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Oddviti hópsins segir skattahækkanir alltaf sársaukafullar en óstöðugleiki í ríkisfjármálum gæti valdið enn meiri sársauka.

Ríkisstjórnin óskaði eftir tillögum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hvernig mætti bæta íslenska skattkerfið og hvernig mætti breyta því til að ná fram meiri skatttekjum. Í skýrslu sjóðsins sem birt var í gær er bent á leiðir til aukinnar tekjuöflunar með því að lækka hátekjumörkin, leggja af lægri þrep virðisaukaskatts og ýmsar aðrar leiðir. AGS bauð blaðamönnum að ræða við skýrsluhöfundana á fjarfundi frá Washington í dag. Julio Escolano sem fór fyrir skýrsluhöfundum segir sjóðinn ekki vera að leggja til að skattar verði hækkaðir. Það sé íslenska ríkisstjórnin sem verði að ákveða hvernig hún nær jafnvægi í þjóðarbúskapnum, með skattahækkunum, niðurskurði og eða blöndu af báðum leiðum.

Escolano sagði að fræðilega mætti færa rök fyrir því að skatttekjur ykjust ef skattar yrðu lækkaðir. Dæmi frá Íslandi og fleiri stöðum styddu þá kenningu hins vegar ekki. Hann var þá spurður hvort hvort Ísland væri ekki komið að endimörkum þess sem þjóðfélagið þyldi í skattheimtu við núverandi aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×