Innlent

Kristján Möller valdamesti ráðherrann

SB skrifar
Nóg er að gera hjá Kristjáni Möller samgönguráðherra um þessar mundir.
Nóg er að gera hjá Kristjáni Möller samgönguráðherra um þessar mundir.
„Jú, það er ansi mikið að gera," segir Kristján Möller samgönguráðherra en vegna fjarvera annarra ráðherra gegnir Kristján nú, auk stöðu samgönguráðherra, stöðu félagsmálaráðherra, iðnaðaráðherra og utanríkisráðherra. Það er því ljóst að vinnuálagið á Kristjáni hefur aukist talsvert.

„Svona lagað getur alltaf gerst. Ráðherrar eru fjarverandi vegna verkefna og vinnu erlendis. Þá þarf að hlaupa í skarðið og eins og staðan er núna er ég heima á höfuðborgarsvæðinu og því er ánægjulegt að geta sinnt þessum verkefnum," segir Kristján.

Kristján segist ekki óttast að vinnuálagið sé of mikið, nú þegar hann gegni stöðu fjögurra ráðherra. „Það er nóg að gera en maður verður bara að takast á við þau verkefni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×