Dýrt að leigja bíl á Íslandi yfir hásumarið en ódýrt á veturna 15. júlí 2010 04:00 Ferðamenn eru uppspretta milli 80 og 95 prósenta af tekjum bílaleiganna. Fréttablaðið/stefán Leiga á bíl yfir hásumarið á Íslandi er dýrari en víðast hvar annars staðar. Ástæðan er sú að tekjur bílaleiganna koma nær eingöngu yfir sumarið þegar ferðamenn fjölmenna til landsins. Fréttablaðið skoðaði leiguverð hjá stóru bílaleigunum þremur á Íslandi og bar saman við bílaleiguverð samstarfsaðila þeirra í Danmörku. Niðurstöðurnar sýndu mikinn mun. Leiga í eina viku á minnstu tegund á Íslandi kostar á bilinu 104 til 128 þúsund krónur yfir hásumarið en sambærilegt verð í Danmörku er 48 til 66 þúsund krónur. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum mikla mun. „Við lifum á þessum þremur mánuðum þegar hingað koma túristar. Ef þú skoðar verðið í febrúar þá er það jafnvel það ódýrasta í heimi og hér standa þúsundir bílaleigubíla óhreyfðar," segir Hjálmar Pétursson, framkvæmdastjóri hjá ALP-Avis bílaleigu. Hjálmar segir erfitt að bera saman verð hér og annars staðar þar sem íslensku bílaleigurnar starfi í allt öðru umhverfi. Sigfús Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri Hertz bílaleigu, tekur í sama streng. „Rétt er það að við erum örugglega eitthvað dýrari. En núna frá svona 10. júlí til 20. ágúst er verðið hæst og strax eftir þann tíma lækkar það töluvert," segir Sigfús. „Uppistaðan af okkar leigjendum eru ferðamenn. Við erum að keyra á 300 til 400 bílum á veturna en allt upp í þúsund á sumrin. Þetta gengur út á að eiga bílinn óhreyfðan í tíu mánuði á ári og hala síðan inn tekjurnar á þessum skamma tíma yfir sumarið. Það er ástæðan fyrir þessu verði," bætir Sigfús við. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri hjá Bílaleigu Akureyrar, segir hrun krónunnar hafa komið illa við fyrirtækin en þetta stutta ferðamannatímabil sé stóra ástæðan. „Verðið er hátt og menn kannski halda þess vegna að fyrirtækin séu að græða á tá og fingri en svo er ekki. Ég get til dæmis bent á að tvær af þremur stóru bílaleigunum skiptu um eigendur í vetur þar sem þær voru komnar í þrot þannig að fyrirtækin eru ekki að moka upp peningum." Talsmenn bílaleiganna segja allir að viðskiptavinir sínir séu að langstærstum hluta ferðamenn enda erfitt fyrir Íslendinga að borga það verð sem tíðkast yfir hásumarið. Áhugavert er að séu bílar leigðir til nokkurra vikna á Íslandi á sumrin nálgast verð fljótt það sem þekkist á notuðum bílum. Þannig kostar leiga í þrjár vikur á nýlegu eintaki af Opel Corsa hjá ALP-Avis 292.600 krónur en hægt er að kaupa Opel Corsa, árgerð 2001 og ekinn 215 þúsund kílómetra, á 320 þúsund hjá bílasala. Svipaða sögu er að segja um bíla hjá hinum bílaleigunum. Af stóru bílaleigunum þremur, ALP-Avis, Hertz og Bílaleigu Akureyrar, virðist sem bílarnir séu ódýrastir hjá ALP-Avis en ekki munar miklu. Þó ber að hafa í huga að samanburður milli bílaleiga er erfiður þar sem þær bjóða í fæstum tilvikum upp á sömu bílana auk þess sem samningsskilmálar kunna að vera ólíkir. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Leiga á bíl yfir hásumarið á Íslandi er dýrari en víðast hvar annars staðar. Ástæðan er sú að tekjur bílaleiganna koma nær eingöngu yfir sumarið þegar ferðamenn fjölmenna til landsins. Fréttablaðið skoðaði leiguverð hjá stóru bílaleigunum þremur á Íslandi og bar saman við bílaleiguverð samstarfsaðila þeirra í Danmörku. Niðurstöðurnar sýndu mikinn mun. Leiga í eina viku á minnstu tegund á Íslandi kostar á bilinu 104 til 128 þúsund krónur yfir hásumarið en sambærilegt verð í Danmörku er 48 til 66 þúsund krónur. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum mikla mun. „Við lifum á þessum þremur mánuðum þegar hingað koma túristar. Ef þú skoðar verðið í febrúar þá er það jafnvel það ódýrasta í heimi og hér standa þúsundir bílaleigubíla óhreyfðar," segir Hjálmar Pétursson, framkvæmdastjóri hjá ALP-Avis bílaleigu. Hjálmar segir erfitt að bera saman verð hér og annars staðar þar sem íslensku bílaleigurnar starfi í allt öðru umhverfi. Sigfús Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri Hertz bílaleigu, tekur í sama streng. „Rétt er það að við erum örugglega eitthvað dýrari. En núna frá svona 10. júlí til 20. ágúst er verðið hæst og strax eftir þann tíma lækkar það töluvert," segir Sigfús. „Uppistaðan af okkar leigjendum eru ferðamenn. Við erum að keyra á 300 til 400 bílum á veturna en allt upp í þúsund á sumrin. Þetta gengur út á að eiga bílinn óhreyfðan í tíu mánuði á ári og hala síðan inn tekjurnar á þessum skamma tíma yfir sumarið. Það er ástæðan fyrir þessu verði," bætir Sigfús við. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri hjá Bílaleigu Akureyrar, segir hrun krónunnar hafa komið illa við fyrirtækin en þetta stutta ferðamannatímabil sé stóra ástæðan. „Verðið er hátt og menn kannski halda þess vegna að fyrirtækin séu að græða á tá og fingri en svo er ekki. Ég get til dæmis bent á að tvær af þremur stóru bílaleigunum skiptu um eigendur í vetur þar sem þær voru komnar í þrot þannig að fyrirtækin eru ekki að moka upp peningum." Talsmenn bílaleiganna segja allir að viðskiptavinir sínir séu að langstærstum hluta ferðamenn enda erfitt fyrir Íslendinga að borga það verð sem tíðkast yfir hásumarið. Áhugavert er að séu bílar leigðir til nokkurra vikna á Íslandi á sumrin nálgast verð fljótt það sem þekkist á notuðum bílum. Þannig kostar leiga í þrjár vikur á nýlegu eintaki af Opel Corsa hjá ALP-Avis 292.600 krónur en hægt er að kaupa Opel Corsa, árgerð 2001 og ekinn 215 þúsund kílómetra, á 320 þúsund hjá bílasala. Svipaða sögu er að segja um bíla hjá hinum bílaleigunum. Af stóru bílaleigunum þremur, ALP-Avis, Hertz og Bílaleigu Akureyrar, virðist sem bílarnir séu ódýrastir hjá ALP-Avis en ekki munar miklu. Þó ber að hafa í huga að samanburður milli bílaleiga er erfiður þar sem þær bjóða í fæstum tilvikum upp á sömu bílana auk þess sem samningsskilmálar kunna að vera ólíkir. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira