Bretar hrifnir af Hjaltalín 1. maí 2010 10:30 Hljómsveitin Hjaltalín fær góða dóma í Bretlandi fyrir plötu sína Terminal.fréttablaðið/gva Hljómsveitin Hjaltalín fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Terminal, í bresku tónlistartímaritunum Mojo og Uncut. Mojo gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en Uncut gefur henni þrjár stjörnur af fimm. „Fyrsta lagið Suitcase Man blandar tónlist spagettívestranna saman við West Side Story þar sem gróf rödd Högna Egilssonar fær að njóta sín,“ segir í dómi Mojo, þar sem tónlist Hjaltalín er lýst sem diskó-sálarpoppi. „Þegar líður á plötuna deilir Högni söngnum meira með Sigríði Thorlacius og þá kemur í ljós að hið frábæra leikræna-sálarpopp er ekki bara eftiröpun á New York-stemningu áttunda áratugarins.“ Í dómi Uncut er Högna líkt við söngvara bresku sveitarinnar Elbow og Sigríði líkt við Shirley Bassey. „Þessi sjö manna hálfgerða sinfóníusveit reiðir sig mikið á strengi, básúnur og timpani-trommur. Samt sem áður eru þarna einnig áhrif úr sálar- og diskótónlist. Lögin, sem eru stór í umgjörð, hljóma eins og fínni útgáfan af Elbow og líkindi Högna við Guy Garvey staðfesta þann samanburð.“ Terminal kemur út í Evrópu 24. maí og eru þessir góðu dómar því fyrirtaks kynning á plötunni og gott veganesti. Fyrr á árinu hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta poppplatan, auk þess sem hún varð efst í kjöri tónlistarspekinga Fréttablaðsins yfir bestu plötur síðasta árs. Hjaltalín leikur á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í júní. - fb Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Hjaltalín fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Terminal, í bresku tónlistartímaritunum Mojo og Uncut. Mojo gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en Uncut gefur henni þrjár stjörnur af fimm. „Fyrsta lagið Suitcase Man blandar tónlist spagettívestranna saman við West Side Story þar sem gróf rödd Högna Egilssonar fær að njóta sín,“ segir í dómi Mojo, þar sem tónlist Hjaltalín er lýst sem diskó-sálarpoppi. „Þegar líður á plötuna deilir Högni söngnum meira með Sigríði Thorlacius og þá kemur í ljós að hið frábæra leikræna-sálarpopp er ekki bara eftiröpun á New York-stemningu áttunda áratugarins.“ Í dómi Uncut er Högna líkt við söngvara bresku sveitarinnar Elbow og Sigríði líkt við Shirley Bassey. „Þessi sjö manna hálfgerða sinfóníusveit reiðir sig mikið á strengi, básúnur og timpani-trommur. Samt sem áður eru þarna einnig áhrif úr sálar- og diskótónlist. Lögin, sem eru stór í umgjörð, hljóma eins og fínni útgáfan af Elbow og líkindi Högna við Guy Garvey staðfesta þann samanburð.“ Terminal kemur út í Evrópu 24. maí og eru þessir góðu dómar því fyrirtaks kynning á plötunni og gott veganesti. Fyrr á árinu hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta poppplatan, auk þess sem hún varð efst í kjöri tónlistarspekinga Fréttablaðsins yfir bestu plötur síðasta árs. Hjaltalín leikur á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í júní. - fb
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira