Telur óvíst hvort stjórnin lifi 26. júlí 2010 06:45 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir „Það verður bara að fá að koma í ljós," segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki - eða tæpast - stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. „Ég ætla hins vegar að leyfa mér að vera bjartsýn að sinni, einfaldlega vegna þess að flokkarnir hafa báðir talað fyrir því að verja beri auðlindir landsins," segir Guðfríður Lilja. Pólitískur vilji sé allt sem þarf til að vinda ofan af málinu og hann hafi skort hingað til. Ráðherranefnd fimm ráðherra sem unnið hefur að lausn málsins mun fara yfir málin á hádegi í dag með þingflokksformönnum stjórnarflokkanna og fulltrúum þeirra í iðnaðarnefnd. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kveðst undrandi á því að þingmenn VG skuli vera með yfirlýsingar af þessu tagi vitandi það að ráðherranefndin sé að störfum. Heillavænlegra hefði verið að leyfa ríkisstjórninni að klára málið og kynna það. „Það er samstarfinu ekki til framdráttar þegar einstakir þingmenn VG stíga fram og hóta því að hætta stuðningi við þessa ríkisstjórn," segir hún. Það sé hins vegar fyrst og fremst innanflokksmál VG. Magma-málið sé hins vegar erfitt fyrir báða flokka. Að hennar mati er það aukaatriði hvort einkaaðilarnir sem eiga nýtingarrétt á orkunni séu innlendir eða erlendir. „Aðalatriðið er að einkafjármagn nái ekki meirihluta," segir hún. Um það þurfi að setja lög. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var ekki til viðtals í gær vegna málsins og ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Það verður bara að fá að koma í ljós," segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki - eða tæpast - stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. „Ég ætla hins vegar að leyfa mér að vera bjartsýn að sinni, einfaldlega vegna þess að flokkarnir hafa báðir talað fyrir því að verja beri auðlindir landsins," segir Guðfríður Lilja. Pólitískur vilji sé allt sem þarf til að vinda ofan af málinu og hann hafi skort hingað til. Ráðherranefnd fimm ráðherra sem unnið hefur að lausn málsins mun fara yfir málin á hádegi í dag með þingflokksformönnum stjórnarflokkanna og fulltrúum þeirra í iðnaðarnefnd. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kveðst undrandi á því að þingmenn VG skuli vera með yfirlýsingar af þessu tagi vitandi það að ráðherranefndin sé að störfum. Heillavænlegra hefði verið að leyfa ríkisstjórninni að klára málið og kynna það. „Það er samstarfinu ekki til framdráttar þegar einstakir þingmenn VG stíga fram og hóta því að hætta stuðningi við þessa ríkisstjórn," segir hún. Það sé hins vegar fyrst og fremst innanflokksmál VG. Magma-málið sé hins vegar erfitt fyrir báða flokka. Að hennar mati er það aukaatriði hvort einkaaðilarnir sem eiga nýtingarrétt á orkunni séu innlendir eða erlendir. „Aðalatriðið er að einkafjármagn nái ekki meirihluta," segir hún. Um það þurfi að setja lög. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var ekki til viðtals í gær vegna málsins og ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira