Innlent

Fellihýsaþjófurinn handtekinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður var handtekin í gær grunaður um að hafa stolið tjaldvagni við verslun Ellingsen aðfaranótt miðvikudags og fellihýsi við Víkurverk í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er maðurinn ekki búinn að viðurkenna brot sín en hann verður yfirheyrður í dag. Lögreglan hefur jafnframt lagt hald á jeppa sem talið er að maðurinn hafi notað við þjófnaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×