Innlent

Unnur G. biður Silju Báru afsökunar

Unnur G. Kristjánsdóttir, formaður nefndar um erlenda fjárfestingu.
Unnur G. Kristjánsdóttir, formaður nefndar um erlenda fjárfestingu.
Unnur G. Kristjánsdóttir, formaður nefndar um erlenda fjárfestingu, hefur sent RÚV yfirlýsingu vegna ummæla Silju Báru Ómarsdóttur, fulltrúa Vinstri græna í nefndinni, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði Silja formanninn hafa lagt að sér að sitja hjá við afgreiðslu álits nefndarinnar á kaupum Magma á HS Orku í gegnum sænskt dótturfélag, ella væri ríkisstjórnarsamstarfið í hættu.

Unnur segir Silju vitna til einkasamtala þeirra í vetur þar sem hún hafi tjáð skoðun sína á að afstaða Silju stæðist ekki lög og mat sérfræðinga. Þá hafi Unnur einnig rætt um áhrif málsins á ríkisstjórnarsamstarfið. Unnur hafi talið að Silja væri ekki viðkvæm fyrir slíku enda kenni hún alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands. Unnur biður Silju afsökunar á að hafa valdið henni óþægindum með rökræðu sinni, segir í frétt RÚV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×