Innlent

Þingmaður segir Alþingi ekki gæta almannahagsmuna

Þór Saari.
Þór Saari. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að Alþingi sinni ekki hlutverki sínu og gæti ekki almannahagsmuna. Enn hafi ekki verið gerðar úttektir á ákveðnum stofnunum sem brugðust í aðdraganda bankahrunsins.

„Eins og ég hef oft tæpt á þá er mér að aukast efi um það að Alþingi sem slíkt sé að gæta almannahagsmuna og sinna því hlutverki sem það var kosið til," sagði Þór á Alþingi í dag.

Hann sagði þingmenn sitja með hendur í skauti og bíða eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út. „Það er til stofnun sem heitir Ríkisendurskoðun sem á að sjá um að gera stjórnsýsluúttektir þegar út af bregður. Hún hefur farið inn í stofnanir og kvartað yfir útgjöldum til kaupa á strokleðrum og ljósritunarvélum en hún hefur ekki ennþá skoðað Seðlabanka Íslands sem tapaði nærri því 300 milljörðum á einu bretti."

Þór sagðist hafa tekið málið upp á fundum fjárlaganefndar en sér virtist sem að ekki væri áhugi þar til að fá Ríkisendurskoðun til að gera úttekt á stofnunum á borð við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×