Íslenski boltinn

KR vann öruggan sigur á Selfossi í fyrsta deildarleik undir stjórn Rúnars

Mynd/Valli

KR-ingar byrja vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar því KR-liðið vann 3-0 sigur á Selfossi í kvöld í fyrsta deildarleiknum síðan að Loga Ólafssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins.

Þetta var fyrsti sigur KR á nýliðum í sumar en liðið hafði fyrir leikinn aðeins fengið tvö stig út úr þremur leikjum við Hauka og Selfoss.

Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk fyrir KR í fyrri hálfleik eftir að Mark Rutgers hafði komið liðinu í 1-0 strax á 17. mínútu leiksins. Jordao Diogo fékk rautt spjald á 48. mínútu en það kom ekki að sök fyrir KR sem hélt 3-0 forustu út leikinn.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - KR.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×