Enski boltinn

Tim Cahill: Gríðarlegt afrek hjá okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tim Cahill fagnar marki sínu í kvöld.
Tim Cahill fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AP
Tim Cahill og félagar í Everton unnu 2-1 útisigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var langþráður sigur hjá liðinu sem hafði leikið sjö deildarleiki í röð án þess að vinna.

„Þetta er gríðarlegt afrek hjá okkur," sagði Tim Cahill við BBC en hann kom Everton í 1-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

„Við höfum lagt mikið á okkur í vetur en höfum ekki fengið laun erfiðisins síðustu mánuði. Við sýndum úr hverju við erum gerðir í kvöld og áttum skilið að vinna þennan leik," sagði Cahill sem var stoltur af sigrinum.

„Það vinna allir fyrir hvern annan í þessu liði og við erum stoltir af þessum sigri. Hann gefur stuðningsmönnum okkar mikið," sagði Tim Cahill en hann átti þátt í báðum mörkum Everton í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×