Elizabeth Hurley fær að kenna á eigin bragði 20. desember 2010 06:00 Liz Hurley virðist hafa veðjað á rangan hest því nýr ástmaður hennar, Shane Warner, getur víst ekki látið aðrar konur í friði og skiptir þá engu máli hvort þær séu giftar eður ei. Nordic Photos/Getty Varla er liðin vika síðan fjölmiðlar greindu frá því að breska ofurfyrirsætan og leikkonan Elizabeth Hurley og indverski athafnamaðurinn Arun Nayar væru skilin. Einkalíf Liz er aftur komið á forsíður bresku blaðanna. Fyrirsætan Liz Hurley skildi við indverska athafnamanninn fyrir þremur mánuðum samkvæmt breskum blöðum en Indverjinn kom þó af fjöllum þegar hann sá myndir af eiginkonu sinni í innilegum atlotum á forsíðum bresku blaðanna. Sá sem Liz hafði fallið fyrir og verið að hitta heitir Shane Warner og er áströlsk krikket-hetja. Fjölmiðlar greindu síðan frá því að Hugh Grant, gamall elskhugi Liz, hefði heimsótt hana á heimili leikkonunnar og huggað hana í hálftíma og héldu þá allir að allt væri fallið í ljúfa löð, Liz myndi halla sér upp að Shane og þau myndu lifa hamingjusöm til æviloka. Shane þessi er hins vegar ekki allur sem hann er séður. Því hann er einn alræmdasti kvennabósi Ástralíu fyrr og síðar og fengi raunar marga þekkta kvennabósa til að roðna ef afrek hans á kvennaförum yrðu tíunduð. Talið er að Shane hafi sængað hjá yfir þúsund konum og hann hélt ítrekað framhjá eiginkonu sinni til fjölda ára, Simone Callahan. Breska blaðið The Mirror bætti síðan gráu ofan á svart í gær þegar það birti viðtal við Denis nokkurn Angeleri, mikilsvirtan lögfræðing í Melbourne. Því á meðan Shane hvíslaði ljúfum ástarorðum í eyru Liz Hurley reyndi hann að fá eiginkonu þessa Denis, hina lögulegu Adele, til lags við sig með ákaflega klúrum og klámfengnum sms-skilaboðum. Denis segir farir sínar ekki sléttar í viðtali við The Mirror. Konan hans sé ekki látin í friði af hinum ágenga Shane og hann hafi því neyðst til að grípa í taumana eftir að hafa rekist á skilaboðin fyrir algera tilviljun. Hann hafi rætt við Shane Warner, auglitis til auglitis, og niðurstaða fundarins hafi átt að vera ósköp einföld: „Þú lætur konu mína í friði.“ Víst er að frásögn Mirror af hegðun Shane, sem sendi Adele yfir hundrað smáskilaboð eftir að hafa séð hana útá götu, mun ekki fara vel ofaní Liz og að mati The Mirror verður þess ekki langt að bíða að Liz sparki honum. Ónafngreindur vinur hennar lætur þó hafa eftir sér í viðtali við The Mirror að Hurley hafi vonast eftir því að hún gæti hugsanleg tamið Warner, nú skilji hún hins vegar að slíkt sé ógerningur. Fyrirsætan gæti hugsanlega leitað aftur til Arun Nayar sem er, samkvæmt indverskum fjölmiðlum, í sárum og skilji lítið af hverju Liz hafi losað sig við hann. Elizabeth Hurley er eflaust bara sama sinnis.-freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Fleiri fréttir Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Sjá meira
Varla er liðin vika síðan fjölmiðlar greindu frá því að breska ofurfyrirsætan og leikkonan Elizabeth Hurley og indverski athafnamaðurinn Arun Nayar væru skilin. Einkalíf Liz er aftur komið á forsíður bresku blaðanna. Fyrirsætan Liz Hurley skildi við indverska athafnamanninn fyrir þremur mánuðum samkvæmt breskum blöðum en Indverjinn kom þó af fjöllum þegar hann sá myndir af eiginkonu sinni í innilegum atlotum á forsíðum bresku blaðanna. Sá sem Liz hafði fallið fyrir og verið að hitta heitir Shane Warner og er áströlsk krikket-hetja. Fjölmiðlar greindu síðan frá því að Hugh Grant, gamall elskhugi Liz, hefði heimsótt hana á heimili leikkonunnar og huggað hana í hálftíma og héldu þá allir að allt væri fallið í ljúfa löð, Liz myndi halla sér upp að Shane og þau myndu lifa hamingjusöm til æviloka. Shane þessi er hins vegar ekki allur sem hann er séður. Því hann er einn alræmdasti kvennabósi Ástralíu fyrr og síðar og fengi raunar marga þekkta kvennabósa til að roðna ef afrek hans á kvennaförum yrðu tíunduð. Talið er að Shane hafi sængað hjá yfir þúsund konum og hann hélt ítrekað framhjá eiginkonu sinni til fjölda ára, Simone Callahan. Breska blaðið The Mirror bætti síðan gráu ofan á svart í gær þegar það birti viðtal við Denis nokkurn Angeleri, mikilsvirtan lögfræðing í Melbourne. Því á meðan Shane hvíslaði ljúfum ástarorðum í eyru Liz Hurley reyndi hann að fá eiginkonu þessa Denis, hina lögulegu Adele, til lags við sig með ákaflega klúrum og klámfengnum sms-skilaboðum. Denis segir farir sínar ekki sléttar í viðtali við The Mirror. Konan hans sé ekki látin í friði af hinum ágenga Shane og hann hafi því neyðst til að grípa í taumana eftir að hafa rekist á skilaboðin fyrir algera tilviljun. Hann hafi rætt við Shane Warner, auglitis til auglitis, og niðurstaða fundarins hafi átt að vera ósköp einföld: „Þú lætur konu mína í friði.“ Víst er að frásögn Mirror af hegðun Shane, sem sendi Adele yfir hundrað smáskilaboð eftir að hafa séð hana útá götu, mun ekki fara vel ofaní Liz og að mati The Mirror verður þess ekki langt að bíða að Liz sparki honum. Ónafngreindur vinur hennar lætur þó hafa eftir sér í viðtali við The Mirror að Hurley hafi vonast eftir því að hún gæti hugsanleg tamið Warner, nú skilji hún hins vegar að slíkt sé ógerningur. Fyrirsætan gæti hugsanlega leitað aftur til Arun Nayar sem er, samkvæmt indverskum fjölmiðlum, í sárum og skilji lítið af hverju Liz hafi losað sig við hann. Elizabeth Hurley er eflaust bara sama sinnis.-freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Fleiri fréttir Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Sjá meira