Enski boltinn

Rijkaard hættur með Galatasaray - orðaður við Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, er hættur hjá tyrkneska liðinu Galatasaray. Innan við ár er síðan hann tók við starfinu.

Rikjaard náði aðeins að stýra liðinu til bronsverðlauna í tyrknesku deildinni í fyrra. Liðinu hefur svo gengið illa í vetur, er í níunda sæti og átta stigum á eftir toppliði Bursaspor.

Þegar er byrjað að orða Rijkaard við Liverpool en það er ekki í fyrsta skipti sem hann er orðaður við félagið.

Hann hefur einnig verið orðaður við Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.