Íslenski boltinn

Ólafur: Aldrei að vita nema stigið reynist okkur dýrmætt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
„Maður tekur bara því sem maður fær og er sáttur ef að liðið leggur sig fram," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir jafnteflið í Kaplakrikanum í kvöld.

„Auðvitað hefði ég viljað vinna leikinn en það er aldrei að vita nema þetta stig reynist okkur dýrmætt. FH var hér að berjast fyrir lífi sínu til að halda sér í toppbaráttunni. Sigurinn var í raun og veru miklu mikilvægari þeim heldur en okkur. Það er hellingur eftir af þessu móti."

Telur Ólafur jafnteflið hafa verið sanngjarna niðurstöðu? „Það er voðalega erfitt að meta það. Mér fannst þeir sækja þetta jafntefli mjög vel. Þeir tóku sjensa og við hefðum getað refsað þeim. Mér fannst þetta í raun tvö jöfn lið og mátti vart á milli sjá," sagði Ólafur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×