Íslenski boltinn

Umfjöllun: Kjartan Henry tryggði KR öll stigin í Keflavík

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
KR-ingar sigruðu Keflvíkinga, 0-1, á Sparisjóðsvellinum í kvöld en eina mark leiksins kom undir lok fyrrihálfleiks þar sem Kjartan Henry Finnbogason skoraði með laglegum skalla.

Leikurinn fór rólega af stað í Keflavík í kvöld og bæði lið virtust passa sig verulega í upphafi leiks en leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið. Guðmundur Steinarsson átti ágætis tilraunir fyrir heimamenn sem Lars Ivar varði vel í marki KR-inga.

Eftir hálftíma skoraði Baldur Sigurðsson laglegt skallamark sem dæmt var af eftir hálftímaleik en eftir það má segja að markið hafi legið í loftinu hjá gestunum.

Fyrsta markið kom svo loks undir lok fyrrihálfleiks en þar var að verki Kjartan Henry Finnbogason sem skoraði með fallegum skalla eftir góða sendingu frá Óskari Erni. KR-ingar leiddu, 0-1, í hálfleik.

Keflvíkingar komu mun sprækari til leiks í síðari hálfleik og voru til alls líklegir. Heimamenn sóttu og sóttu án árangurs á meðan að gestirnir beittu mishættulegum skyndisóknum.

Óskar Örn átti frábæran sprett í uppbótartíma leiksins og slapp einn í gegnum vörn heimamanna en Lasse Jörgensen varði glæsilega í markinu. Leikurinn rann út í sandinn og KR-ingar halda áfram sigurgöngu sinni undir stjórn Rúnars Kristinssonar á meðan Keflvíkingar leitast um eftir fyrsta sigrinum á nýja grasinu.

Keflavík-KR 0-1 (0-1)

0-1 Kjartan Henry Finnbogason (42.)

Sparisjóðsvöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið

Dómari: Örvar Sær Gíslason (6)

Skot (á mark): 9-9 (2-3)

Varin skot: Lasse 2 –  Lars 2

Horn: 8-2

Aukaspyrnur fengnar: 10-8

Rangstöður:  4-7

Keflavík (4-5-1)

Lasse Jörgensen 7

Guðjón Árni Antoníusson 6

Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5

(83., Haukur Ingi Guðnason -)

Haraldur Freyr Guðmundsson 6

Alen Sutej 6

Jóhann Birnir Guðmundsson 6

Einar Orri Einarsson 5

(69., Hörður Sveinsson 5)

Hólmar Örn Rúnarsson 5

Magnús Þórir Matthíasson 5

Magnús Sverrir Þorsteinsson 5

(50., Paul McShane 6)

Guðmundur Steinarsson 6

KR (4-5-1)

Lars Ivar Moldskred 7

Dofri Snorrason  6

(83., Björgólfur Takefusa -)

Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6

Mark Richard Rutgers  6

Jordao Diogo 5

Bjarni Guðjónsson 6

Viktor Bjarki Arnarsson 6

(80., Skúli Jón Friðgeirsson -

Baldur Sigurðsson  6

Óskar Örn Hauksson 7 - Maður leiksins

Guðmundur Reynir Gunnarsson  6

(62., Gunnar Örn Jónsson 5)

Kjartan Henry Finnbogason 7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×