Innlent

Samningafundur boðaður á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samningafundur hefur verið boðaður vegna deilu LSOS við Launanefnd sveitarfélaga. Mynd/ Geirix.
Samningafundur hefur verið boðaður vegna deilu LSOS við Launanefnd sveitarfélaga. Mynd/ Geirix.
Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Launanefndar sveitarfélaga munu funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálftvö á morgun. Eins og fram hefur komið hafa slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn verið samningslausir í um það bil eitt ár. Þrjár verkfallslotur hafa gengið yfir í sumar og nú er í gildi yfirvinnubann hjá þeim.

Yfirvinnubannið hefur orðið til þess að flutningar milli spítala hafa stöðvast að mestu og hefur það valdið auknu álagi á einstaka sjúkrastofum. Sverrir Björn Björnsson, formaður samninganefndar Landssambands- slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sagði í samtali við Vísi í gær að hann hefði merkt aukinn samninsvilja hjá viðsemjendum sínum á síðustu þremur samningafundum miðað við það sem áður hafi verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×