Enski boltinn

Denilson orðaður við Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Denilson í leik í vetur.
Denilson í leik í vetur.

Svo gæti farið að brasilíski miðjumaðurinn Denilson yfirgefi herbúðir Arsenal í janúar. Sjálfur vill leikmaðurinn ekki útiloka brottför frá liðinu.

Hann hefur verið orðaður við Barcelona og Wolfsburg meðal annars sem vekur nokkra athygli þar sem hann á ekki fast sæti í liði Arsenal.

"Ég er ánægður hjá Arsenal en er samt atvinnumaður og get því aldrei útilokað neitt hvað varðar framtíðina," sagði Denilson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×