Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Ómar Þorgeirsson skrifar 16. febrúar 2010 16:16 Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að spila sinn fyrsta leik gegn United síðan hann yfirgaf herbúðir félagsins fyrir sjö árum. Rooney skoraði tvö skallamörk í síðari hálfleik sem lögðu grunninn að fyrsta sigri United gegn AC Milan á útivelli. Heimamenn í AC Milan fengu sannkallaða draumabyrjun gegn Manchester United á San Siro-leikvanginum þar sem Ronaldinho skoraði strax á 3. mínútu. Boltinn barst til Ronaldinho á fjærstönginni eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu David Beckham og skot Brasilíumannsins breytti um stefnu af varnarmanni United og fór þaðan í markið. AC Milan var nær því að bæta við öðru marki en United að jafna eftir það og leikmenn United voru sjálfum sér verstir þar sem þeir töpuðu boltanum trekk í trekk á eigin vallarhelming og heimamenn nýttu sér það til að skapa mikla hættu. Gegn gangi leiksins náði United hins vegar að jafna með marki Paul Scholes eftir sendingu frá Darren Fletcher. Scholes virtist feila á boltann en það sem mestu máli skipti var að boltann rúllaði í stöngina og inn og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo enginn annar en Wayne Rooney sem kom United yfir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá varamanninum Antonio Valencia um miðjan síðari hálfleik. Rooney var aftur á ferðinni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þegar hann skoraði aftur með skalla, eftir sendingu frá Fletcher. Varamaðurinn Clarence Seedorf hleypti spennu í leikinn á lokakaflanum með glæsilegu marki með hælnum á 85. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi náðu heimamenn ekki að jafna og niðurstaðan sem segir 2-3 sigur United. Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma og verður hann því í banni þegar liðin mætast að nýju á Old Trafford-leikvanginum. Leikur Lyon og Real Madrid var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að sækja framan af leik. Heimamenn komust þó næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Cesar Delgado fór í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Heimamenn tóku hins vegar forystu snemma í síðari hálfleiknum þegar Jean Makoun skoraði úr langskoti og reyndist það vera sigurmark leiksins. Real Madrid var langt frá sínu besta en seinni leikir liðanna sem öttu kappi í kvöld fara fram 10. mars.Úrslit kvöldsins:AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Wayne Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.).Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að spila sinn fyrsta leik gegn United síðan hann yfirgaf herbúðir félagsins fyrir sjö árum. Rooney skoraði tvö skallamörk í síðari hálfleik sem lögðu grunninn að fyrsta sigri United gegn AC Milan á útivelli. Heimamenn í AC Milan fengu sannkallaða draumabyrjun gegn Manchester United á San Siro-leikvanginum þar sem Ronaldinho skoraði strax á 3. mínútu. Boltinn barst til Ronaldinho á fjærstönginni eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu David Beckham og skot Brasilíumannsins breytti um stefnu af varnarmanni United og fór þaðan í markið. AC Milan var nær því að bæta við öðru marki en United að jafna eftir það og leikmenn United voru sjálfum sér verstir þar sem þeir töpuðu boltanum trekk í trekk á eigin vallarhelming og heimamenn nýttu sér það til að skapa mikla hættu. Gegn gangi leiksins náði United hins vegar að jafna með marki Paul Scholes eftir sendingu frá Darren Fletcher. Scholes virtist feila á boltann en það sem mestu máli skipti var að boltann rúllaði í stöngina og inn og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo enginn annar en Wayne Rooney sem kom United yfir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá varamanninum Antonio Valencia um miðjan síðari hálfleik. Rooney var aftur á ferðinni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þegar hann skoraði aftur með skalla, eftir sendingu frá Fletcher. Varamaðurinn Clarence Seedorf hleypti spennu í leikinn á lokakaflanum með glæsilegu marki með hælnum á 85. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi náðu heimamenn ekki að jafna og niðurstaðan sem segir 2-3 sigur United. Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma og verður hann því í banni þegar liðin mætast að nýju á Old Trafford-leikvanginum. Leikur Lyon og Real Madrid var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að sækja framan af leik. Heimamenn komust þó næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Cesar Delgado fór í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Heimamenn tóku hins vegar forystu snemma í síðari hálfleiknum þegar Jean Makoun skoraði úr langskoti og reyndist það vera sigurmark leiksins. Real Madrid var langt frá sínu besta en seinni leikir liðanna sem öttu kappi í kvöld fara fram 10. mars.Úrslit kvöldsins:AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Wayne Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.).Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira