Enski boltinn

Kalou frá næstu tvær vikurnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Chelsea staðfesti í dag að framherjinn Salomon Kalou verði frá næstu tvær vikurnar en hann meiddist í leiknum gegn Blackburn í gær. Kalou skoraði í leiknum og hefur nú skorað fjögur mörk í vetur.

Það kom smá rifa í vöðva í lærinu og næstu æfingar Kalou verða því hjá sjúkraþjálfaranum.

Kalou mun því væntanlega missa af leikjum gegn Man. City, Apoel Nicosia og Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×