Enski boltinn

Rússi hugsanlega á leiðinni í markið hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskva og rússneska landsliðsins.
Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskva og rússneska landsliðsins. Mynd/AFP

Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskva og rússneska landsliðsins, fagnar því að vera orðaður við ensku meistarana í Manchester United. Akinfeev hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína með bæði CSKA og landsliðinu en hann er aðeins 23 ára gamall og því framtíðarmarkmaður.

„CSKA er frábært félag en allir leikmenn myndu elska það að fá tækifærið til að sanna sig hjá United," hafði enska slúðurblaðið Sun eftir Igor Akinfeev. Igor Akinfeev er 185 sentímetra hár og hefur þegar spilað 35 landsleiki fyrir Rússa. Hann hefur ennfremur leikið 156 leiki fyrir CSKA Moskva frá árinu 2003.

Það eru fleiri stórlið en Manchester United sem hafa áhuga Igor Akinfeev en þar á meðal eru lið eins Bayern Munchen og Arsenal. Sir Alex Ferguson hefur hinsvegar augun hjá sér enda þarf hann að fara finna framtíðar-eftirmann Edwin van der Sar sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×