Enski boltinn

Chelsea óstöðvandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna í dag.
Leikmenn Chelsea fagna í dag.

Það er ekkert lát á góðu gengi Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann enn einn leikinn í dag þegar Tottenham kom í heimsókn. Lokatölur 3-0.

Ashley Cole skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 38. mínútu. Michael Ballack kom Chelsea síðan í 2-0 á 58. mínútu.

Það var svo Didier Drogba sem kláraði leikinn fimm mínútum síðar.

Chelsea því sem fyrr á toppnum, búið að vinna alla leiki sína í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×