Rooney með þrennu í sigri United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2009 17:05 Wayne Rooney fagnar einu marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Wayne Rooney skoraði þrennu er Manchester United vann 4-1 sigur á Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Alls er sex leikjum lokið í dag. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í liði Portsmouth sem er því enn á botni deildarinnar með sjö stig. Liðið er nú öðrum sjö stigum frá öruggu sæti. Rooney skoraði tvö markanna úr vítaspyrnum. Fyrst eftir að brotið var á honum sjálfum en Kevin-Prince Boateng jafnaði svo metin fyrir Portsmouth úr annarri vítaspyrnu stuttu síðar. Ryan Giggs lagði svo upp annað mark Rooney og United snemma í síðari hálfleik. Rooney skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Giggs. Giggs sjálfur skoraði svo fjórða mark United beint úr aukaspyrnu en þetta var hans 100. mark í ensku úrvalsdeildinni. Hann verður 36 ára gamall á morgun. Alex Ferguson tók út leikbann í dag og fylgdist því með leiknum úr áhorfendastúkunni. Þetta var fyrsti leikur Portsmouth undir stjórn Avram Grant en liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik. United tók hins vegar öll völd í seinni hálfleik og vann öruggan sigur. Fulham og Bolton gerðu jafntefli, 1-1. Heimamenn voru sterkari aðilinn framan af í leiknum en Ivan Klasnic kom Bolton engu að síður yfir á 35. mínútu leiksins með skoti úr vítateignum. Damien Duff jafnaði svo metin á 75. mínútu. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton og kom mikið við sögu í leiknum. Hann bjargaði sínum mönnum í tvígang í fyrri hálfleik og átti svo möguleika á að tryggja Bolton sigurinn í þeim síðari er hann skallaði framhjá úr góðu færi. Manchester City og Hull gerðu jafntefli, 1-1. Þetta var sjöunda jafntefli City í röð í deildinni. Shaun Wright-Phillips kom City yfir í lok fyrri hálfleiks en Jimmy Bullard jafnaði metin með vítaspyrnu á 82. mínútu fyrir Hull. Robinho var í byrjunarliði City í fyrsta sinn síðan í ágúst en hann spilaði í alls 75 mínútur í dag. West Ham vann Burnley, 5-3. Jack Collison, Junior Stanislas, Guillermo France, Carlton Cole og Luis Jimenez skoruðu mörk West Ham en þeir tveir síðastnefndu úr vítaspyrnum. Steven Fletcher skoraði tvívegis fyrir Bolton og Chris Eagels eitt. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á bekknum hjá Burnley. Wigan vann Sunderland, 1-0. Hugo Rodallega skoraði eina mark leiksins úr þröngu færi á 76. mínútu. Þetta var einkar mikilvægur sigur fyrir Wigan sem tapaði 9-1 fyrir Tottenham um síðustu helgi. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira
Wayne Rooney skoraði þrennu er Manchester United vann 4-1 sigur á Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Alls er sex leikjum lokið í dag. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í liði Portsmouth sem er því enn á botni deildarinnar með sjö stig. Liðið er nú öðrum sjö stigum frá öruggu sæti. Rooney skoraði tvö markanna úr vítaspyrnum. Fyrst eftir að brotið var á honum sjálfum en Kevin-Prince Boateng jafnaði svo metin fyrir Portsmouth úr annarri vítaspyrnu stuttu síðar. Ryan Giggs lagði svo upp annað mark Rooney og United snemma í síðari hálfleik. Rooney skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Giggs. Giggs sjálfur skoraði svo fjórða mark United beint úr aukaspyrnu en þetta var hans 100. mark í ensku úrvalsdeildinni. Hann verður 36 ára gamall á morgun. Alex Ferguson tók út leikbann í dag og fylgdist því með leiknum úr áhorfendastúkunni. Þetta var fyrsti leikur Portsmouth undir stjórn Avram Grant en liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik. United tók hins vegar öll völd í seinni hálfleik og vann öruggan sigur. Fulham og Bolton gerðu jafntefli, 1-1. Heimamenn voru sterkari aðilinn framan af í leiknum en Ivan Klasnic kom Bolton engu að síður yfir á 35. mínútu leiksins með skoti úr vítateignum. Damien Duff jafnaði svo metin á 75. mínútu. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton og kom mikið við sögu í leiknum. Hann bjargaði sínum mönnum í tvígang í fyrri hálfleik og átti svo möguleika á að tryggja Bolton sigurinn í þeim síðari er hann skallaði framhjá úr góðu færi. Manchester City og Hull gerðu jafntefli, 1-1. Þetta var sjöunda jafntefli City í röð í deildinni. Shaun Wright-Phillips kom City yfir í lok fyrri hálfleiks en Jimmy Bullard jafnaði metin með vítaspyrnu á 82. mínútu fyrir Hull. Robinho var í byrjunarliði City í fyrsta sinn síðan í ágúst en hann spilaði í alls 75 mínútur í dag. West Ham vann Burnley, 5-3. Jack Collison, Junior Stanislas, Guillermo France, Carlton Cole og Luis Jimenez skoruðu mörk West Ham en þeir tveir síðastnefndu úr vítaspyrnum. Steven Fletcher skoraði tvívegis fyrir Bolton og Chris Eagels eitt. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á bekknum hjá Burnley. Wigan vann Sunderland, 1-0. Hugo Rodallega skoraði eina mark leiksins úr þröngu færi á 76. mínútu. Þetta var einkar mikilvægur sigur fyrir Wigan sem tapaði 9-1 fyrir Tottenham um síðustu helgi. Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira