Enski boltinn

Sunderland getur tryggt sæti sitt í kvöld

NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sunderland getur tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild með útisigri á Portsmouth.

Portsmouth var í bullandi fallhættu á tímabili en um helgina varð ljóst að liðið gæti ekki fallið eftir að Newcastle tapaði fyrir Fulham.

Sunderland á hinsvegar enn möguleika á að falla og þarf á sigri að halda í kvöld. Liðið er aðeins einu stigi á undan Hull sem er í 17. sætinu og tveimur meira en Newcastle sem er í 18. sæti.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:00.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×