Enski boltinn

Giggs: Ég vill þjálfa velska landsliðið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Nordic photos/AFP

Hinn sigursæli Ryan Giggs sem hefur unnið ellefu deildartitla, tvo meistaradeildartitla, fjóra FA-bikartitla, þrjá deildarbikartitla auk annarra verðlauna á ferli sínum með Manchester United hefur ekki notið sömu velgengni með landsliði sínu.

Giggs á að baki 64 landsleiki með Wales en hefur aldrei komist á lokakeppni stórmóts og væri til í að reyna að bæta úr því þegar hann leggur skóna loks á hilluna en hann hætti að spila með landsliði Wales árið 2007.

„Ef þú hefur spilað fyrir þjóð þína og þú hefur áhuga á að þjálfa í framtíðinni þá hlýtur það að vera draumastarfið að verða landsliðsþjálfari í þínu heimalandi. Ég vill þjálfa velska landsliðið og hjálpa því að komast á lokakeppni stórmóts.

Ég held að ef landsliðið kæmist á stórmót myndi það hjálpa mjög til við að auglýsa fótboltann í Wales. Þá yrði ekki lengur togstreita að velja á milli fótbolta og rugby, þá myndi fótboltinn taka öll völd í Wales," segir hinn 35 ára gamli Giggs í viðtali við Independent on Sunday.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×