Enski boltinn

Gunnar Heiðar bíður enn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik með íslenska landsliðinu.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel

Enn hefur Gunnar Heiðar ekki skrifað undir samning við Reading en hann hefur verið fullvissaður um að það verði gert strax á mánudaginn.

Gunnar fór utan á mánudaginn og fór þá í læknisskoðun. En síðan þá hefur félagið rekið knattspyrnustjórann og því hefur málið tafist.

„Þetta eru í raun þrír samningar sem þarf að útbúa og þetta tekur því allt sinn tíma," sagði Gunnar Heiðar en hann er á mála hjá Esbjerg í Danmörku sem hefur samþykkt að lána hann til Reading til loka leiktíðar.

„En ég er bara rólegur og hef verið duglegur að æfa. Það verður gengið frá þessu á mánudaginn og þá byrja ég að æfa með liðinu. Það er svo æfingaleikur við Tottenham á þriðjudaginn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×