Alþingi hefur aldrei áður fundað jafn nærri kjördegi 7. apríl 2009 07:00 Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. Átján dagar eru nú til kosninga og hefur þing aldrei starfað eins nálægt kjördegi og nú. Styst hefur liðið frá þingslitum til kosninga árið 1991, þá 31 dagur. Verði þingað eftir páska eins og allt stefnir í kemur þing saman þriðjudaginn 14. apríl, ellefu dögum fyrir kjördag. Sjálfstæðismenn héldu uppteknum hætti á þingi í gær og streymdu í ræðustól í umræðum um breytingar á stjórnarskránni.Þeir, ásamt Kristni H. Gunnarssyni, standa einir gegn breytingartillögum á stjórnarskránni og vilja afgreiða önnur mál áður en haldið verður áfram umræðum um þær. Það vilja þingmenn annarra flokka ekki. Sautján sjálfstæðismenn voru enn á mælendaskrá á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um að umræða um álver í Helguvík færðist fram fyrir umræðu um stjórnarskrárbreytingarnar var felld á fundi þingflokksformanna. Sjálfstæðismenn lögðu til síðdegis í gær að hlé yrði gert á þingfundi um kvöldmatarleytið svo þingmenn gætu fylgst með framboðsfundi RÚV á Ísafirði. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins hugmynd. „Hættum nú þessum kjánaskap, góðir þingmenn," sagði Mörður. Þingflokksformenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks tala um að sjálfstæðismenn haldi þinginu í gíslingu með því að endurtaka í sífellu sömu ræðuna. Sjálfstæðismenn segja meirihlutann aftur á móti standa í vegi fyrir því að þjóðþrifamál komist á dagskrá með því að vilja ekki hvika frá því að taka stjórnarskrárbreytingarnar fyrir fyrst. Siv Friðleifsdóttir segist vona að sjálfstæðismenn sjái fljótt að sér og leyfi atkvæðagreiðslu um málið að fara fram svo ekki þurfi að þinga allt fram að kjördegi. Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. Átján dagar eru nú til kosninga og hefur þing aldrei starfað eins nálægt kjördegi og nú. Styst hefur liðið frá þingslitum til kosninga árið 1991, þá 31 dagur. Verði þingað eftir páska eins og allt stefnir í kemur þing saman þriðjudaginn 14. apríl, ellefu dögum fyrir kjördag. Sjálfstæðismenn héldu uppteknum hætti á þingi í gær og streymdu í ræðustól í umræðum um breytingar á stjórnarskránni.Þeir, ásamt Kristni H. Gunnarssyni, standa einir gegn breytingartillögum á stjórnarskránni og vilja afgreiða önnur mál áður en haldið verður áfram umræðum um þær. Það vilja þingmenn annarra flokka ekki. Sautján sjálfstæðismenn voru enn á mælendaskrá á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um að umræða um álver í Helguvík færðist fram fyrir umræðu um stjórnarskrárbreytingarnar var felld á fundi þingflokksformanna. Sjálfstæðismenn lögðu til síðdegis í gær að hlé yrði gert á þingfundi um kvöldmatarleytið svo þingmenn gætu fylgst með framboðsfundi RÚV á Ísafirði. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins hugmynd. „Hættum nú þessum kjánaskap, góðir þingmenn," sagði Mörður. Þingflokksformenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks tala um að sjálfstæðismenn haldi þinginu í gíslingu með því að endurtaka í sífellu sömu ræðuna. Sjálfstæðismenn segja meirihlutann aftur á móti standa í vegi fyrir því að þjóðþrifamál komist á dagskrá með því að vilja ekki hvika frá því að taka stjórnarskrárbreytingarnar fyrir fyrst. Siv Friðleifsdóttir segist vona að sjálfstæðismenn sjái fljótt að sér og leyfi atkvæðagreiðslu um málið að fara fram svo ekki þurfi að þinga allt fram að kjördegi.
Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira