Enski boltinn

Aguero ánægður með að vera orðaður við Chelsea

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sergio Aguero.
Sergio Aguero. Nordic photos/AFP

Framherjinn Sergio Aguero hjá Atletico Madrid hefur viðurkennt að hann sé mjög sáttur með að vera orðaður við stórlið á borð við Chelsea.

Hinn 21 árs gamli landsliðsmaður Argentínu sýndi líka af hverju stórlið hafa verið orðuð við hann undanfarið í 2-2 jafntefli gegn Chelsea á Brúnni þar sem hann skoraði bæði mörk spænska liðsins.

„Það fór auðvitað ekki framhjá mér allt þetta tal um að ég væri á leiðinn frá Atletico Madrid í sumar en það komst aldrei á neitt skrið og ég er ánægður á Spáni. Ég get hins vegar ekki neitað því að það er mikill heiður að vera orðaður við stórlið á borð við Chelsea, sem er eitt besta lið í heimi.

Ég er vissulega ánægður með áhugann á mér en einbeiti mér núna bara að því að berjast með öllum lífs og sálarkröftum til þess að ná árangri með Atletico Madrid," er haft eftir Aguero í viðtali við spænska blaðið AS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×