Enski boltinn

Torres og Reina styðja Benitez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres og félagar í Liverpool fagna marki.
Fernando Torres og félagar í Liverpool fagna marki. Nordic Photos / Getty Images

Þeir Fernando Torres og Pepe Reine, leikmenn Liverpool, telja að Rafa Benitez sé rétti maðurinn til að stýra Liverpool.

Liverpool féll í vikunni úr leik í Meistaradeild Evrópu og hefur aðeins unnið tvo af síðustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum.

Liðið mætir Everton í grannslag um helgina og þarf nauðsynlega á sigri að halda í leiknum ætli liðið sér að ná einu af efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Benitez hefur sýnt að hann er rétti maðurinn til að stýra Liverpool í rétta átt," sagði Torres. „Félagið hefur alltaf verið sterkt þegar þess hefur verið þörf. Nú þurfa allir að standa saman því það sem við viljum fyrst og fremst er að ná góðum úrslitum inn á vellinum."

„Benitez nýtur fulls stuðnings leikmanna," sagði Reina. „Hann er frábær þjálfari og veit hvernig hann á að ná því besta út úr sínum leikmönnum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×