Stjórnarmaður KSÍ vill setja siðareglur 11. nóvember 2009 06:00 Ingibjörg telur að upplýsa hefði átt þegar um málefni fjármálastjóra, en 3,2 milljónir króna voru teknar af korti KSÍ á nektarstað í Sviss. Hún kallar eftir siðareglum. fréttablaðið/vilhelm Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. „Mér finnst þetta mál ömurlegt í heild sinni og mér var verulega brugðið þegar ég heyrði fyrst af því í fjölmiðlum á fimmtudag. Ég þekkti Pálma [fjármálastjórann] ekki af öðru en að vera æruverðugur og heiðarlegur maður. Sú leið sem var farin var ekki sú sem ég hefði kosið fyrst. Ég hefði kosið að stjórnin hefði verið kölluð saman og upplýst og málið rætt.“ Ingibjörg segir að málið sé KSÍ ekki til sóma og það skaði knattspyrnu á Íslandi. Setja verði siðareglur fyrir sambandið. „Það hefði mátt vera ákvörðun fyrrum framkvæmdastjóra og núverandi formanns að setja slíkar siðareglur. Það tækifæri nýtti hann því miður ekki. Ég held að það sé rangt að fara í felur með svona mál. Það er heiðarlegast að hafa allt uppi á borðinu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að stjórnin muni fara yfir erindi menntamálaráðherra, en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær, hefur Katrín Jakobsdóttir krafist skýringa frá sambandinu. Málið verði rætt í stjórn sambandsins 19. nóvember. Hann hafi ekki enn kynnt sér dóminn sem féll í Sviss en hann muni gera það. Ingibjörg hafði ekki heyrt af stjórnarfundinum þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Mér finnst málið nú komið í ógöngur og veit ekki hvaða skref eru best í því. Við í stjórninni þurfum að taka þau skref í sameiningu.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira
Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. „Mér finnst þetta mál ömurlegt í heild sinni og mér var verulega brugðið þegar ég heyrði fyrst af því í fjölmiðlum á fimmtudag. Ég þekkti Pálma [fjármálastjórann] ekki af öðru en að vera æruverðugur og heiðarlegur maður. Sú leið sem var farin var ekki sú sem ég hefði kosið fyrst. Ég hefði kosið að stjórnin hefði verið kölluð saman og upplýst og málið rætt.“ Ingibjörg segir að málið sé KSÍ ekki til sóma og það skaði knattspyrnu á Íslandi. Setja verði siðareglur fyrir sambandið. „Það hefði mátt vera ákvörðun fyrrum framkvæmdastjóra og núverandi formanns að setja slíkar siðareglur. Það tækifæri nýtti hann því miður ekki. Ég held að það sé rangt að fara í felur með svona mál. Það er heiðarlegast að hafa allt uppi á borðinu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að stjórnin muni fara yfir erindi menntamálaráðherra, en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær, hefur Katrín Jakobsdóttir krafist skýringa frá sambandinu. Málið verði rætt í stjórn sambandsins 19. nóvember. Hann hafi ekki enn kynnt sér dóminn sem féll í Sviss en hann muni gera það. Ingibjörg hafði ekki heyrt af stjórnarfundinum þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Mér finnst málið nú komið í ógöngur og veit ekki hvaða skref eru best í því. Við í stjórninni þurfum að taka þau skref í sameiningu.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira