Enski boltinn

Fabregas vill meira

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas fagnar marki sínu í kvöld.
Cesc Fabregas fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP

Cesc Fabregas segir að leikmenn Arsenal hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar í kvöld þó svo að liðið hafi unnið 4-1 sannfærandi sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal komst í 4-0 í leiknum með tveimur sjálfsmörkum auk marka frá Fabregas sjálfum og Andrei Arshavin. En liðið fékk svo á sig mark í blálok leiksins.

„Það eru vonbrigði að við fengum á okkur mark úr föstu leikatriði. Þeir spiluðu vel. Við vorum ekki upp á okkar besta en náðum samt að skora fjögur mörk," sagði Fabregas og Robin van Persie tók í sama streng.

„Fyrstu 20-25 mínútur leiksins var Wolves að setja stífa pressu á okkur. En síðan komu tvö mörk frá okkur og þá var þetta búið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×