Ræða Davíðs í heild sinni - myndband 28. mars 2009 19:00 Davíð Oddsson sagði meðal annars í merkilegri ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að ekki væri við nýjan seðlabankastjóra að sakast þó hann væri ókunnugur öllu sem hér hefði verið að gerast undanfarið. Það hafi hinsvegar ekki verið traustvekjandi þegar hann sagðist ekki muna eftir því hvenær fyrst var rætt við hann um starfið á fyrsta blaðamannafundi sínum. Það væri í senn sérkennilegt og mjög alvarlegt. „Annaðhvort er hann með alzheimer á mjög alvarlegu stigi eða að hann sagði blygðunarlaust ósatt þegar hann fékk sitt fyrsta tækifæri til þess að tala við íslendinga. Ég vona hans vegna að þetta sé alzheimerinn svo hann gleymi þessari óláns uppákomu sem verklausa minnihlutastjórnin setti hann í." Hann sagði nokkra annmarka hafa verið á ráðningunni sem hefði gengið geg settum lögum í landinu. Skömmu eftir ráðninguna hefði Straumur banki farið á hausinn en hann sjálfur þekki vel til málefna bankans. „Ég tel ekki útilokað að þarna hafi verið um vanþekkingu aðkomu mannsins að kenna, auk þess sem fjármálaeftirlitið var höfuðlaus her eftir stórkostleg afglöp viðskiptaráðherra," sagði Davíð sem ekki telur útilokað að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart fjölmörgum aðilum þar sem úrslitaákvarðanir hafi verið teknar af aðila sem alls ekki var fær til þess að taka. „Það sama á við um SPRON og Sparisjóðabankann." Hann sagði það hafa verið hárrétt mat hjá Geir H. Haarde að Samfylkingin hefði farið á taugum við fyrstu kippi efnahagslegra jarðhrærðinga á Íslandi. Össur Skarphéðinsson hafi þó talið að öllu væri borgið með því að birta nægilega margar litmyndir af sér og Ólafi Ragnari Grímssyni með einhverjum sjeik frá katar. „Svo þegar kom á daginn að sjeik þeirra Ólafs reyndist vera milk-sjeik með óbragði þá fór allur vindur úr köppunum og næstu dagar fóru í að fækka með hraði litmyndunum af netsíðum hér og þar." Hægt er að horfa á ræðu Davíðs í heild sinni með þessari frétt. Tengdar fréttir Segir ummæli Davíðs ómakleg Vilhjálmur Egilsson formaður samtaka atvinnulífsins segir ummæli Davíðs Oddssonar á landsfundi flokksins hafa verið ómakleg en hann láti þau ekki hafa áhrif á sig. Davíð sagði skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem Vilhjálmur stýrði vera hrákasmíð og hann sæi eftir þeim trjágróðri sem notaður var í prentun skýrslunnar. Vilhjálmur segir að með þessu sé Davíð að gera lítið úr þeim 80 einstaklingum sem stóðu að skýrslunni. 28. mars 2009 19:07 Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. 28. mars 2009 17:05 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Davíð Oddsson sagði meðal annars í merkilegri ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að ekki væri við nýjan seðlabankastjóra að sakast þó hann væri ókunnugur öllu sem hér hefði verið að gerast undanfarið. Það hafi hinsvegar ekki verið traustvekjandi þegar hann sagðist ekki muna eftir því hvenær fyrst var rætt við hann um starfið á fyrsta blaðamannafundi sínum. Það væri í senn sérkennilegt og mjög alvarlegt. „Annaðhvort er hann með alzheimer á mjög alvarlegu stigi eða að hann sagði blygðunarlaust ósatt þegar hann fékk sitt fyrsta tækifæri til þess að tala við íslendinga. Ég vona hans vegna að þetta sé alzheimerinn svo hann gleymi þessari óláns uppákomu sem verklausa minnihlutastjórnin setti hann í." Hann sagði nokkra annmarka hafa verið á ráðningunni sem hefði gengið geg settum lögum í landinu. Skömmu eftir ráðninguna hefði Straumur banki farið á hausinn en hann sjálfur þekki vel til málefna bankans. „Ég tel ekki útilokað að þarna hafi verið um vanþekkingu aðkomu mannsins að kenna, auk þess sem fjármálaeftirlitið var höfuðlaus her eftir stórkostleg afglöp viðskiptaráðherra," sagði Davíð sem ekki telur útilokað að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart fjölmörgum aðilum þar sem úrslitaákvarðanir hafi verið teknar af aðila sem alls ekki var fær til þess að taka. „Það sama á við um SPRON og Sparisjóðabankann." Hann sagði það hafa verið hárrétt mat hjá Geir H. Haarde að Samfylkingin hefði farið á taugum við fyrstu kippi efnahagslegra jarðhrærðinga á Íslandi. Össur Skarphéðinsson hafi þó talið að öllu væri borgið með því að birta nægilega margar litmyndir af sér og Ólafi Ragnari Grímssyni með einhverjum sjeik frá katar. „Svo þegar kom á daginn að sjeik þeirra Ólafs reyndist vera milk-sjeik með óbragði þá fór allur vindur úr köppunum og næstu dagar fóru í að fækka með hraði litmyndunum af netsíðum hér og þar." Hægt er að horfa á ræðu Davíðs í heild sinni með þessari frétt.
Tengdar fréttir Segir ummæli Davíðs ómakleg Vilhjálmur Egilsson formaður samtaka atvinnulífsins segir ummæli Davíðs Oddssonar á landsfundi flokksins hafa verið ómakleg en hann láti þau ekki hafa áhrif á sig. Davíð sagði skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem Vilhjálmur stýrði vera hrákasmíð og hann sæi eftir þeim trjágróðri sem notaður var í prentun skýrslunnar. Vilhjálmur segir að með þessu sé Davíð að gera lítið úr þeim 80 einstaklingum sem stóðu að skýrslunni. 28. mars 2009 19:07 Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. 28. mars 2009 17:05 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Segir ummæli Davíðs ómakleg Vilhjálmur Egilsson formaður samtaka atvinnulífsins segir ummæli Davíðs Oddssonar á landsfundi flokksins hafa verið ómakleg en hann láti þau ekki hafa áhrif á sig. Davíð sagði skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem Vilhjálmur stýrði vera hrákasmíð og hann sæi eftir þeim trjágróðri sem notaður var í prentun skýrslunnar. Vilhjálmur segir að með þessu sé Davíð að gera lítið úr þeim 80 einstaklingum sem stóðu að skýrslunni. 28. mars 2009 19:07
Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. 28. mars 2009 17:05