Ræða Davíðs í heild sinni - myndband 28. mars 2009 19:00 Davíð Oddsson sagði meðal annars í merkilegri ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að ekki væri við nýjan seðlabankastjóra að sakast þó hann væri ókunnugur öllu sem hér hefði verið að gerast undanfarið. Það hafi hinsvegar ekki verið traustvekjandi þegar hann sagðist ekki muna eftir því hvenær fyrst var rætt við hann um starfið á fyrsta blaðamannafundi sínum. Það væri í senn sérkennilegt og mjög alvarlegt. „Annaðhvort er hann með alzheimer á mjög alvarlegu stigi eða að hann sagði blygðunarlaust ósatt þegar hann fékk sitt fyrsta tækifæri til þess að tala við íslendinga. Ég vona hans vegna að þetta sé alzheimerinn svo hann gleymi þessari óláns uppákomu sem verklausa minnihlutastjórnin setti hann í." Hann sagði nokkra annmarka hafa verið á ráðningunni sem hefði gengið geg settum lögum í landinu. Skömmu eftir ráðninguna hefði Straumur banki farið á hausinn en hann sjálfur þekki vel til málefna bankans. „Ég tel ekki útilokað að þarna hafi verið um vanþekkingu aðkomu mannsins að kenna, auk þess sem fjármálaeftirlitið var höfuðlaus her eftir stórkostleg afglöp viðskiptaráðherra," sagði Davíð sem ekki telur útilokað að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart fjölmörgum aðilum þar sem úrslitaákvarðanir hafi verið teknar af aðila sem alls ekki var fær til þess að taka. „Það sama á við um SPRON og Sparisjóðabankann." Hann sagði það hafa verið hárrétt mat hjá Geir H. Haarde að Samfylkingin hefði farið á taugum við fyrstu kippi efnahagslegra jarðhrærðinga á Íslandi. Össur Skarphéðinsson hafi þó talið að öllu væri borgið með því að birta nægilega margar litmyndir af sér og Ólafi Ragnari Grímssyni með einhverjum sjeik frá katar. „Svo þegar kom á daginn að sjeik þeirra Ólafs reyndist vera milk-sjeik með óbragði þá fór allur vindur úr köppunum og næstu dagar fóru í að fækka með hraði litmyndunum af netsíðum hér og þar." Hægt er að horfa á ræðu Davíðs í heild sinni með þessari frétt. Tengdar fréttir Segir ummæli Davíðs ómakleg Vilhjálmur Egilsson formaður samtaka atvinnulífsins segir ummæli Davíðs Oddssonar á landsfundi flokksins hafa verið ómakleg en hann láti þau ekki hafa áhrif á sig. Davíð sagði skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem Vilhjálmur stýrði vera hrákasmíð og hann sæi eftir þeim trjágróðri sem notaður var í prentun skýrslunnar. Vilhjálmur segir að með þessu sé Davíð að gera lítið úr þeim 80 einstaklingum sem stóðu að skýrslunni. 28. mars 2009 19:07 Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. 28. mars 2009 17:05 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Davíð Oddsson sagði meðal annars í merkilegri ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að ekki væri við nýjan seðlabankastjóra að sakast þó hann væri ókunnugur öllu sem hér hefði verið að gerast undanfarið. Það hafi hinsvegar ekki verið traustvekjandi þegar hann sagðist ekki muna eftir því hvenær fyrst var rætt við hann um starfið á fyrsta blaðamannafundi sínum. Það væri í senn sérkennilegt og mjög alvarlegt. „Annaðhvort er hann með alzheimer á mjög alvarlegu stigi eða að hann sagði blygðunarlaust ósatt þegar hann fékk sitt fyrsta tækifæri til þess að tala við íslendinga. Ég vona hans vegna að þetta sé alzheimerinn svo hann gleymi þessari óláns uppákomu sem verklausa minnihlutastjórnin setti hann í." Hann sagði nokkra annmarka hafa verið á ráðningunni sem hefði gengið geg settum lögum í landinu. Skömmu eftir ráðninguna hefði Straumur banki farið á hausinn en hann sjálfur þekki vel til málefna bankans. „Ég tel ekki útilokað að þarna hafi verið um vanþekkingu aðkomu mannsins að kenna, auk þess sem fjármálaeftirlitið var höfuðlaus her eftir stórkostleg afglöp viðskiptaráðherra," sagði Davíð sem ekki telur útilokað að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart fjölmörgum aðilum þar sem úrslitaákvarðanir hafi verið teknar af aðila sem alls ekki var fær til þess að taka. „Það sama á við um SPRON og Sparisjóðabankann." Hann sagði það hafa verið hárrétt mat hjá Geir H. Haarde að Samfylkingin hefði farið á taugum við fyrstu kippi efnahagslegra jarðhrærðinga á Íslandi. Össur Skarphéðinsson hafi þó talið að öllu væri borgið með því að birta nægilega margar litmyndir af sér og Ólafi Ragnari Grímssyni með einhverjum sjeik frá katar. „Svo þegar kom á daginn að sjeik þeirra Ólafs reyndist vera milk-sjeik með óbragði þá fór allur vindur úr köppunum og næstu dagar fóru í að fækka með hraði litmyndunum af netsíðum hér og þar." Hægt er að horfa á ræðu Davíðs í heild sinni með þessari frétt.
Tengdar fréttir Segir ummæli Davíðs ómakleg Vilhjálmur Egilsson formaður samtaka atvinnulífsins segir ummæli Davíðs Oddssonar á landsfundi flokksins hafa verið ómakleg en hann láti þau ekki hafa áhrif á sig. Davíð sagði skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem Vilhjálmur stýrði vera hrákasmíð og hann sæi eftir þeim trjágróðri sem notaður var í prentun skýrslunnar. Vilhjálmur segir að með þessu sé Davíð að gera lítið úr þeim 80 einstaklingum sem stóðu að skýrslunni. 28. mars 2009 19:07 Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. 28. mars 2009 17:05 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Segir ummæli Davíðs ómakleg Vilhjálmur Egilsson formaður samtaka atvinnulífsins segir ummæli Davíðs Oddssonar á landsfundi flokksins hafa verið ómakleg en hann láti þau ekki hafa áhrif á sig. Davíð sagði skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem Vilhjálmur stýrði vera hrákasmíð og hann sæi eftir þeim trjágróðri sem notaður var í prentun skýrslunnar. Vilhjálmur segir að með þessu sé Davíð að gera lítið úr þeim 80 einstaklingum sem stóðu að skýrslunni. 28. mars 2009 19:07
Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. 28. mars 2009 17:05