Enski boltinn

Akinbiyi genginn til liðs við Notts County

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ade Akinbiyi.
Ade Akinbiyi. Nordic photos/AFP

Framherjinn Ade Akinbiyi er búinn að skrifa undir samning við enska d-deildarfélagið Notts County út yfirstandandi keppnistímabil en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu.

Hinn 34 ára gamli Akinbiyi var síðast á mála hjá bandaríska félaginu Houston Dynamo.

Akinbiyi hefur farið víða á ferli sínum en hann lék til að mynda með Jóhannesi Karli Guðjónssyni og félögum í Burnley á síðasta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×