Enski boltinn

Suarez vill fara til Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Suarez í leik með Ajax.
Luis Suarez í leik með Ajax. Nordic Photos / AFP

Luis Suarez, leikmaður Ajax í Hollandi, hefur greint frá því að hann dreymir um að fá að spila einn daginn með Barcelona á Spáni.

Suarez er frá Úrúgvæ og hefur slegið í gegn með Ajax. Hann sagði í viðtali við spænska útvarpsstöð að hann muni þó ljúka tímabilinu með Ajax.

„En ég sagði félaginu að það væri ósk mín að selja mig ef það myndi berast nógu gott tilboð," sagði Suarez.

Hann sagðist enn fremur vera hrifinn af boltanum í Englandi og Spáni en væri ekki spenntur fyrir því að spila á Ítalíu.

Suarez kom til Ajax frá Groningen árið 2007 og hefur skorað alls 57 mörk í 81 leik fyrir félagið. Hann á einnig að baki 25 landsleiki og hefur skorað í þeim níu mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×