Enski boltinn

Ancelotti vill frekar vinna Meistaradeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að hann vilji frekar að Chelsea verði Evrópumeistari en Englandsmeistari.

Ancelotti stýrði AC Milan tvívegis til sigurs í Meistaradeild Evrópu, 2003 og 2007, auk þess sem hann varð tvívegis Evrópumeistari sem leikmaður með liðinu, 1989 og 1990.

„Ég veit að það er mikilvægt að vinna úrvalsdeildina í Englandi. En ég er sjálfur hrifnari af Meistaradeildinni," sagði Ancelotti við enska fjölmiðla.

„Þetta er mikilvægasta keppnin á Ítalíu og sú mikilvægasta í heimi. Ef það er mögulegt munum við reyna að vinna báðar keppnir."

Chelsea tapaði í úrslitaleik keppninnar vorið 2008 og hefur alls fallið fjórum sinnum úr leik í undanúrslitum á síðustu sex árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×