Enski boltinn

Sigur í fyrsta deildarleik Guðjóns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Crewe fagna marki.
Leikmenn Crewe fagna marki. Nordic Photos / Getty Images

Crewe vann í dag góðan 3-2 heimasigur á Scunthorpe í fyrsta deildarleik liðsins síðan að Guðjón Þórðarson tók við liðinu.

Guðjón hefur stýrt Crewe í tveimur bikarleikjum gegn Milwall en þeim fyrri lauk með jafntefli og þeim síðari með sigri Millwall sem einnig leikur í C-deildinni.

Sigurinn í dag var því kærkominn fyrir Guðjón og hans lærlinga sem eru þó enn í neðsta sæti deildarinnar með nítján stig eftir 24 leiki. En nú vantar aðeins fjögur stig upp á að komast upp úr fallsæti.

Scunthorpe komst tvívegis yfir í leiknum eftir að staðan var 1-0 fyrir gestina. Michael O'Connor jafnaði svo metin úr víti á 60. mínútu en Daniel O'Donnell varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark tíu mínútum síðar.

En strax á 72. mínútu jafnaði Clayton Donaldson aftur metin og O'Donnel bætti svo fyrir sjálfsmarkið með því að skora sigurmark leiksins í blálokin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×