Enski boltinn

Aurelio hafnaði samningstilboði Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Aurelio í leik með Liverpool.
Fabio Aurelio í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, greindi frá því í dag að Fabio Aurelio hafi hafnað samningstilboði félagsins. Hann er þó vongóður um að aðilar nái saman fljótlega.

Núverandi samningur Aurelio rennur út í lok núverandi leiktíðar.

„Fabio hefur verið virkilega óheppinn. Þegar við ræddum við hann um að framlengja samninginn meiddist hann en hann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina," sagði Benitez á heimasíðu Liverpool.

„Við gerðum honum tilboð en umboðsmaður hans hafnaði því. Við munum þó örugglega ræða við hann aftur því hann er góður drengur og frábær íþróttamaður."

„Kannski þarf að skoða þetta mál í öðru ljósi. Hann þarf að vera raunsær. Ég veit að hann er ánægður hérna og aðalmálið er að samband okkar er gott."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×