Gítarleikari The Stooges látinn 7. janúar 2009 08:00 The Stooges árið 2006 Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron" Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stooges, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló" sýru- og hipparokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáfuna sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjörinn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í endurkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminnilegum tónleikum í Hafnarhúsinu. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron" Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stooges, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló" sýru- og hipparokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáfuna sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjörinn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í endurkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminnilegum tónleikum í Hafnarhúsinu.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“