Leyniglærum Kaupþings lekið: Gífurlegar fjármagnshreyfingar Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 31. júlí 2009 19:46 Höfuðstöðvar Kaupþings. Mynd/Valli Upplýsingum um gífurlegar fjármagnshreyfingar, ný lán og afskriftir, innan Kaupþingssamstæðunnar rétt fyrir fall hans hefur verið lekið á netið, að því er fram kemur í kvöldfréttum RÚV. Upplýsingarnar eru tvöhundruð blaðsíðna glæruyfirlit frá örlagaríkum fundi lánanefndar bankans 25. september í fyrra. Glærurnar voru settar á heimasíðuna Wikileaks, sem ætluð er til að hýsa leka af þessu tagi. Þar koma í ljós há lán til kjölfestueigenda bankans, þar á meðal ellefu fyrirtækja í Exista-fjölskyldunni upp á ríflega 300 milljarða að núvirði. Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, og aðilar eða fyrirtæki tengd honum fengu fyrirgreiðslu upp á 330 milljarða króna. Þá hafa fyrirtæki sem tengjast Kjalari og Ólafi Ólafssyni í Samskipum verið með fyrirgreiðslu upp á 140 milljarða ef Alfesca er tekið með, segir í frétt RÚV. Að auki hafi fyrirtæki tengd Baugsfjölskyldunni fengið lánafyrirgreiðslu upp á samtals 320 milljarða króna á núverandi gengi. Birting upplýsinganna hefur að sögn valdið titringi innan Kaupþings, en lögfræðideild Kaupþings mun hafa varað fréttastofu RÚV við og bent á að notkun upplýsinganna gæti leitt til málsókna. Þá krafðist bankinn þess við umsjónarmenn Wikileaks að þeir fjarlægðu gögnin af síðunni - sem þeir neituðu fullum hálsi. Samkvæmt heimildum RÚV fóru miklar tilfærslur á fjármunum af stað í kjölfar fundar lánanefndarinnar sem vöktu illan grun hjá breska fjármálaeftirlitinu og urðu til þess að Gordon Brown sendi sérstakar fyrirspurnir til Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Háaum fjárhæðum hafi fram að hruni verið varið í ný lán og stórar fjárhæðir afskrifaðar. Glæruyfirlitið má sjá á WikiLeaks hér, eða sækja það sem skjal hér að neðan. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Upplýsingum um gífurlegar fjármagnshreyfingar, ný lán og afskriftir, innan Kaupþingssamstæðunnar rétt fyrir fall hans hefur verið lekið á netið, að því er fram kemur í kvöldfréttum RÚV. Upplýsingarnar eru tvöhundruð blaðsíðna glæruyfirlit frá örlagaríkum fundi lánanefndar bankans 25. september í fyrra. Glærurnar voru settar á heimasíðuna Wikileaks, sem ætluð er til að hýsa leka af þessu tagi. Þar koma í ljós há lán til kjölfestueigenda bankans, þar á meðal ellefu fyrirtækja í Exista-fjölskyldunni upp á ríflega 300 milljarða að núvirði. Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, og aðilar eða fyrirtæki tengd honum fengu fyrirgreiðslu upp á 330 milljarða króna. Þá hafa fyrirtæki sem tengjast Kjalari og Ólafi Ólafssyni í Samskipum verið með fyrirgreiðslu upp á 140 milljarða ef Alfesca er tekið með, segir í frétt RÚV. Að auki hafi fyrirtæki tengd Baugsfjölskyldunni fengið lánafyrirgreiðslu upp á samtals 320 milljarða króna á núverandi gengi. Birting upplýsinganna hefur að sögn valdið titringi innan Kaupþings, en lögfræðideild Kaupþings mun hafa varað fréttastofu RÚV við og bent á að notkun upplýsinganna gæti leitt til málsókna. Þá krafðist bankinn þess við umsjónarmenn Wikileaks að þeir fjarlægðu gögnin af síðunni - sem þeir neituðu fullum hálsi. Samkvæmt heimildum RÚV fóru miklar tilfærslur á fjármunum af stað í kjölfar fundar lánanefndarinnar sem vöktu illan grun hjá breska fjármálaeftirlitinu og urðu til þess að Gordon Brown sendi sérstakar fyrirspurnir til Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Háaum fjárhæðum hafi fram að hruni verið varið í ný lán og stórar fjárhæðir afskrifaðar. Glæruyfirlitið má sjá á WikiLeaks hér, eða sækja það sem skjal hér að neðan.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira