Leyniglærum Kaupþings lekið: Gífurlegar fjármagnshreyfingar Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 31. júlí 2009 19:46 Höfuðstöðvar Kaupþings. Mynd/Valli Upplýsingum um gífurlegar fjármagnshreyfingar, ný lán og afskriftir, innan Kaupþingssamstæðunnar rétt fyrir fall hans hefur verið lekið á netið, að því er fram kemur í kvöldfréttum RÚV. Upplýsingarnar eru tvöhundruð blaðsíðna glæruyfirlit frá örlagaríkum fundi lánanefndar bankans 25. september í fyrra. Glærurnar voru settar á heimasíðuna Wikileaks, sem ætluð er til að hýsa leka af þessu tagi. Þar koma í ljós há lán til kjölfestueigenda bankans, þar á meðal ellefu fyrirtækja í Exista-fjölskyldunni upp á ríflega 300 milljarða að núvirði. Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, og aðilar eða fyrirtæki tengd honum fengu fyrirgreiðslu upp á 330 milljarða króna. Þá hafa fyrirtæki sem tengjast Kjalari og Ólafi Ólafssyni í Samskipum verið með fyrirgreiðslu upp á 140 milljarða ef Alfesca er tekið með, segir í frétt RÚV. Að auki hafi fyrirtæki tengd Baugsfjölskyldunni fengið lánafyrirgreiðslu upp á samtals 320 milljarða króna á núverandi gengi. Birting upplýsinganna hefur að sögn valdið titringi innan Kaupþings, en lögfræðideild Kaupþings mun hafa varað fréttastofu RÚV við og bent á að notkun upplýsinganna gæti leitt til málsókna. Þá krafðist bankinn þess við umsjónarmenn Wikileaks að þeir fjarlægðu gögnin af síðunni - sem þeir neituðu fullum hálsi. Samkvæmt heimildum RÚV fóru miklar tilfærslur á fjármunum af stað í kjölfar fundar lánanefndarinnar sem vöktu illan grun hjá breska fjármálaeftirlitinu og urðu til þess að Gordon Brown sendi sérstakar fyrirspurnir til Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Háaum fjárhæðum hafi fram að hruni verið varið í ný lán og stórar fjárhæðir afskrifaðar. Glæruyfirlitið má sjá á WikiLeaks hér, eða sækja það sem skjal hér að neðan. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Upplýsingum um gífurlegar fjármagnshreyfingar, ný lán og afskriftir, innan Kaupþingssamstæðunnar rétt fyrir fall hans hefur verið lekið á netið, að því er fram kemur í kvöldfréttum RÚV. Upplýsingarnar eru tvöhundruð blaðsíðna glæruyfirlit frá örlagaríkum fundi lánanefndar bankans 25. september í fyrra. Glærurnar voru settar á heimasíðuna Wikileaks, sem ætluð er til að hýsa leka af þessu tagi. Þar koma í ljós há lán til kjölfestueigenda bankans, þar á meðal ellefu fyrirtækja í Exista-fjölskyldunni upp á ríflega 300 milljarða að núvirði. Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, og aðilar eða fyrirtæki tengd honum fengu fyrirgreiðslu upp á 330 milljarða króna. Þá hafa fyrirtæki sem tengjast Kjalari og Ólafi Ólafssyni í Samskipum verið með fyrirgreiðslu upp á 140 milljarða ef Alfesca er tekið með, segir í frétt RÚV. Að auki hafi fyrirtæki tengd Baugsfjölskyldunni fengið lánafyrirgreiðslu upp á samtals 320 milljarða króna á núverandi gengi. Birting upplýsinganna hefur að sögn valdið titringi innan Kaupþings, en lögfræðideild Kaupþings mun hafa varað fréttastofu RÚV við og bent á að notkun upplýsinganna gæti leitt til málsókna. Þá krafðist bankinn þess við umsjónarmenn Wikileaks að þeir fjarlægðu gögnin af síðunni - sem þeir neituðu fullum hálsi. Samkvæmt heimildum RÚV fóru miklar tilfærslur á fjármunum af stað í kjölfar fundar lánanefndarinnar sem vöktu illan grun hjá breska fjármálaeftirlitinu og urðu til þess að Gordon Brown sendi sérstakar fyrirspurnir til Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Háaum fjárhæðum hafi fram að hruni verið varið í ný lán og stórar fjárhæðir afskrifaðar. Glæruyfirlitið má sjá á WikiLeaks hér, eða sækja það sem skjal hér að neðan.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira