Leyniglærum Kaupþings lekið: Gífurlegar fjármagnshreyfingar Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 31. júlí 2009 19:46 Höfuðstöðvar Kaupþings. Mynd/Valli Upplýsingum um gífurlegar fjármagnshreyfingar, ný lán og afskriftir, innan Kaupþingssamstæðunnar rétt fyrir fall hans hefur verið lekið á netið, að því er fram kemur í kvöldfréttum RÚV. Upplýsingarnar eru tvöhundruð blaðsíðna glæruyfirlit frá örlagaríkum fundi lánanefndar bankans 25. september í fyrra. Glærurnar voru settar á heimasíðuna Wikileaks, sem ætluð er til að hýsa leka af þessu tagi. Þar koma í ljós há lán til kjölfestueigenda bankans, þar á meðal ellefu fyrirtækja í Exista-fjölskyldunni upp á ríflega 300 milljarða að núvirði. Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, og aðilar eða fyrirtæki tengd honum fengu fyrirgreiðslu upp á 330 milljarða króna. Þá hafa fyrirtæki sem tengjast Kjalari og Ólafi Ólafssyni í Samskipum verið með fyrirgreiðslu upp á 140 milljarða ef Alfesca er tekið með, segir í frétt RÚV. Að auki hafi fyrirtæki tengd Baugsfjölskyldunni fengið lánafyrirgreiðslu upp á samtals 320 milljarða króna á núverandi gengi. Birting upplýsinganna hefur að sögn valdið titringi innan Kaupþings, en lögfræðideild Kaupþings mun hafa varað fréttastofu RÚV við og bent á að notkun upplýsinganna gæti leitt til málsókna. Þá krafðist bankinn þess við umsjónarmenn Wikileaks að þeir fjarlægðu gögnin af síðunni - sem þeir neituðu fullum hálsi. Samkvæmt heimildum RÚV fóru miklar tilfærslur á fjármunum af stað í kjölfar fundar lánanefndarinnar sem vöktu illan grun hjá breska fjármálaeftirlitinu og urðu til þess að Gordon Brown sendi sérstakar fyrirspurnir til Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Háaum fjárhæðum hafi fram að hruni verið varið í ný lán og stórar fjárhæðir afskrifaðar. Glæruyfirlitið má sjá á WikiLeaks hér, eða sækja það sem skjal hér að neðan. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Upplýsingum um gífurlegar fjármagnshreyfingar, ný lán og afskriftir, innan Kaupþingssamstæðunnar rétt fyrir fall hans hefur verið lekið á netið, að því er fram kemur í kvöldfréttum RÚV. Upplýsingarnar eru tvöhundruð blaðsíðna glæruyfirlit frá örlagaríkum fundi lánanefndar bankans 25. september í fyrra. Glærurnar voru settar á heimasíðuna Wikileaks, sem ætluð er til að hýsa leka af þessu tagi. Þar koma í ljós há lán til kjölfestueigenda bankans, þar á meðal ellefu fyrirtækja í Exista-fjölskyldunni upp á ríflega 300 milljarða að núvirði. Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, og aðilar eða fyrirtæki tengd honum fengu fyrirgreiðslu upp á 330 milljarða króna. Þá hafa fyrirtæki sem tengjast Kjalari og Ólafi Ólafssyni í Samskipum verið með fyrirgreiðslu upp á 140 milljarða ef Alfesca er tekið með, segir í frétt RÚV. Að auki hafi fyrirtæki tengd Baugsfjölskyldunni fengið lánafyrirgreiðslu upp á samtals 320 milljarða króna á núverandi gengi. Birting upplýsinganna hefur að sögn valdið titringi innan Kaupþings, en lögfræðideild Kaupþings mun hafa varað fréttastofu RÚV við og bent á að notkun upplýsinganna gæti leitt til málsókna. Þá krafðist bankinn þess við umsjónarmenn Wikileaks að þeir fjarlægðu gögnin af síðunni - sem þeir neituðu fullum hálsi. Samkvæmt heimildum RÚV fóru miklar tilfærslur á fjármunum af stað í kjölfar fundar lánanefndarinnar sem vöktu illan grun hjá breska fjármálaeftirlitinu og urðu til þess að Gordon Brown sendi sérstakar fyrirspurnir til Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Háaum fjárhæðum hafi fram að hruni verið varið í ný lán og stórar fjárhæðir afskrifaðar. Glæruyfirlitið má sjá á WikiLeaks hér, eða sækja það sem skjal hér að neðan.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira