Enski boltinn

Alberto Aquilani er sá nýjasti til að fara í legkökunudd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alberto Aquilani, ítalski miðjumaðurinn hjá Liverpool.
Alberto Aquilani, ítalski miðjumaðurinn hjá Liverpool. Mynd/AFP
Alberto Aquilani, ítalski miðjumaðurinn hjá Liverpool, er síðasta fótboltastjarnan til þess að fljúga suður til Serbíu til þess að fara í hið fræga legkökunudd, sem er óvenjuleg lækningaraðferð serbneskar konu sem hefur reynst mörgum vel.

Aquilani fór til Serbíu á sunnudaginn ásamt framherjanum Nabil El Zhar samkvæmt frétt í Daily Mail. Hann glímir nú við kálfameiðsli en er nýstiginn upp úr erfiðum ökklameiðslum.

Rafa Benitez, stjóri Liverpool hefur einnig sent Glen Johnson, Fabio Aurelio, Yossi Benayoun og Albert Riera til Marijönu Kovacevic í Belgrad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×