Enski boltinn

Sektaður og fær tveggja leikja skilorðsbundið bann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Nordic photos/AFP

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók í dag fyrir mál framherjans Emmanuel Adebayor hjá Manchester City sem var kærður fyrir að fagna marki sínu gegn Arsenal beint fyrir framan stuðningsmenn Lundúnafélagsins og þar með ögra þeim.

Adebayor var dæmdur til þess að greiða 25 þúsund pund í sekt fyrir tilburði sínu og er jafnframt settur í tveggja leikja skilorðsbundið bann sem mun gilda í ógreindan tíma. Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá City er ánægður með málalokin.

„Það hefur verið mikið sagt og skrifað um hvað Adebayor gerði og ég er í sannleika sagt bara ánægður með að nú getum við haldið áfram og horft fram á veginn. Adebayor er núna löglegur í næsta leik gegn Aston Villa," segir Hughes.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×