Enski boltinn

Ballack hefur ekki áhyggjur af tapinu um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þjóðverjinn Michael Ballack, leikmaður Chelsea, hefur ekki stórar áhyggjur þó svo Chelsea hafi tapað gegn Man. City um helgina.

„Vð komum til baka eftir töp gegn Wigan og Aston Villa og við verðum að gera það aftur," sagði Ballack.

„Við hefðum getað fengið jafntefli í leiknum ef við hefðum nýtt vítið okkar. Það hefði í sjálfu sér verið fín úrslit. Við fengum meira að segja fín færi eftir vítið líka þannig að það var margt jákvætt í þessu hjá okkur," bætti Þjóðverjinn við.

„Auðvitað erum við svekktir þegar við töpum en við verðum að muna eftir góðu hlutunum, hvernig við komum til baka og áttum skilið stig. Við berum virðingu fyrir liðunum sem elta okkur og töpuðum gegn sterku liði. Það lítur út fyrir að City sé til í að berjast um titilinn."

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×