Enski boltinn

Spurs reynir enn á ný við Van der Vaart

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rafael Van der Vaart.
Rafael Van der Vaart.

Tottenham Hotspur ætlar að gera eina lokatilraun við Hollendinginn Rafael Van der Vaart sem er á mála hjá Real Madrid.

Spurs hefur reynt áður við Hollendinginn en í ljósi fótbrots Luka Modric vill Spurs reyna aftur að fá kappann.

Van der Vaart hefur verið tjáð að hann eigi ekki framtíð fyrir sér á Santiago Bernabeau og er til í að leyfa honum að fara.

Tottenham verður þó að hafa hraðar hendur því lokadagur félagaskiptamarkaðarins er á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×