Enski boltinn

Heiðar líklega frá í mánuð - reif vöðva í kálfa

Ómar Þorgeirsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/Vilhelm

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson átti ótrúlegan endurkomuleik með enska b-deildarfélaginu Watford um helgina þegar hann skoraði tvö mörk og fór svo meiddur af velli.

„Það var gaman að fá svona góðar móttökur frá stuðningsmönnum Watford og ég hefði ekki getað hugsað mér betri endurkomu en að skora tvö mörk. Það var hins vegar svekkjandi að meiðast.

Ég fór í myndatöku í gær og þá kom í ljós að ég hafði rifið kálfavöðva og verð því líklega frá í mánuð eða svo. Þetta er náttúrulega gríðarlega svekkjandi þar sem ég er búinn að vera þarna í fjóra daga. En svona er fótboltinn stundum," segir Heiðar í viðtali við Vísi.

Heiðar er á lánssamningi hjá Watford frá QPR fram til áramóta en Dalvíkingurinn lék sem kunnugt er með Watford í fimm og hálft tímabil á árunum 2000-2005.

Nánara viðtal við Heiðar birtist í Fréttablaðinu á morgun.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×