Enski boltinn

Ancelotti: Engin krísa hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki á því að það sé einhver krísa í herbúðum Chelsea þó svo liðið hafi ekki unnið fjóra síðustu leiki sína og gerði í dag 3-3 jafntefli gegn Everton á heimavelli.

„Hver getur eiginlega sagt að það sé einhver krísa hjá okkur? Ég sé ekki neina krísu. Þegar ég lít á málið í heild sinni þá er ég á því að mitt lið hafi leikið mjög vel," sagði Ancelotti.

„Við unnum ekki en slíkt getur gerst í fótbolta. Við vorum að verjast of nálægt okkar eigin marki. Það var algjör óþarfi. Við höfum enn sömu möguleika og áður að vinna titilinn. Það er mikið eftir af tímabilinu."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×