Enski boltinn

Ferguson vill kaupa Kjær hið fyrsta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Simon Kjær.
Simon Kjær.

Daily Mail greinir frá því í dag að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, vilji ganga frá samningi við danska varnarmanninn Simon Kjær hið fyrsta eða áður en önnur félög fara að kroppa í leikmanninn.

Kjær, sem er aðeins 20 ára gamall, er einnig talinn vera í sigtinu hjá FC Bayern, Chelsea, Liverpool og Juventus en hann hefur leikið afar vel með Palermo á Ítalíu og þykir gríðarlegt efni.

Palermo segist vera til í að selja fyrir rétta upphæð en Kjær má fara fyrir 12 milljónir evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×