Portsmouth tapaði í sjöunda sinn í jafnmörgum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið lá á heimavelli fyrir Everton, 1-0.
Það var Louis Saha sem skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu leiksins þegar hann náði að skjóta boltanum framhjá David James í marki Portsmouth.
James varði einnig vel frá Marouane Fellaini en besta færi Portsmouth fékk Arune Dindane en Tim Howard, markvörður Everton, sá við honum.
Þetta voru fyrstu stigin sem Everton vinnur sér inn á útivelli á leiktíðinni.
Fyrir leik dagsins var byrjun Portsmouth sú versta í sögu úrvalsdeildarinnar og ekki batnaði hún í dag.