Manchester City vann Chelsea og jafnaði toppbaráttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2009 19:19 Carlos Tevez fagnar sigurmarki sínu á móti Chelsea í kvöld. Mynd/AFP Nýju framherjarnir Emmanuel Adebayor og Carlos Tevez tryggðu Manchester City 2-1 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en það var markvörðurinn Shay Given sem sá til þess að City gerði ekki áttunda jafnteflið í röð þegar hann varði víti frá Frank Lampard sjö mínútum fyrir leikslok. Chelsea-liðið var búið að vinna fimm síðustu deildarleiki sína með markatölunni 17-0 og hefði með sigri getað náð fimm stiga forskoti á Manchester United. Tapið þýðir að nú munar bara tveimur stigum á efstu liðunum. Manchester City er nú í 6. sæti deildarinnar, einu stigi á undan Liverpool sem er nú komið niður í 7.sæti eftir að hafa misst bæði City og Aston Villa upp fyrir sig í dag. Chelsea menn fengu hjálp við það að komast yfir á 8. mínútu þegar boltinn fór af Emmanuel Adebayor og í markið eftir að Shay Given hafði varið tvö skot Chelsea í röð í sannkallaðri stórsókn Lundúnaliðsins. Given varði þá skot Nicola Anelka í Adebayor sem stóð fyrir framan marklínuna og snéri baki í hann. Adebayor gat ekki gert neitt til að koma í veg fyrir að boltinn færi í hans eigið mark. Emmanuel Adebayor tókst að bæta fyrir sjálfsmarkið þegar hann jafnaði leikinn 29 mínútum síðar. Shaun Wright-Phillips átti þá skot eftir hornspyrnu sem fór af varnarmanni til Adebayor sem skoraði í annarri tilraun úr markteignum. Carlos Tevez kom síðan Manchester City í 2-1 með marki beint úr aukaspyrnu á 56. mínútu. Ricardo Carvalho felldi þá Shaun Wright-Phillips rétt fyrir utan teiginn og Tevez skoraði með hnitmiðuðu skoti. Þetta reyndist vera sigurmark Manchester City í leiknum. Frank Lampard fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn fyrir Chelsea á 83. mínútu þegar Didier Drogba fiskaði víti á varamanninn Nedum Onuoha. Shay Given varði hinsvegar vítið á stórglæsilegan hátt. Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Nýju framherjarnir Emmanuel Adebayor og Carlos Tevez tryggðu Manchester City 2-1 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en það var markvörðurinn Shay Given sem sá til þess að City gerði ekki áttunda jafnteflið í röð þegar hann varði víti frá Frank Lampard sjö mínútum fyrir leikslok. Chelsea-liðið var búið að vinna fimm síðustu deildarleiki sína með markatölunni 17-0 og hefði með sigri getað náð fimm stiga forskoti á Manchester United. Tapið þýðir að nú munar bara tveimur stigum á efstu liðunum. Manchester City er nú í 6. sæti deildarinnar, einu stigi á undan Liverpool sem er nú komið niður í 7.sæti eftir að hafa misst bæði City og Aston Villa upp fyrir sig í dag. Chelsea menn fengu hjálp við það að komast yfir á 8. mínútu þegar boltinn fór af Emmanuel Adebayor og í markið eftir að Shay Given hafði varið tvö skot Chelsea í röð í sannkallaðri stórsókn Lundúnaliðsins. Given varði þá skot Nicola Anelka í Adebayor sem stóð fyrir framan marklínuna og snéri baki í hann. Adebayor gat ekki gert neitt til að koma í veg fyrir að boltinn færi í hans eigið mark. Emmanuel Adebayor tókst að bæta fyrir sjálfsmarkið þegar hann jafnaði leikinn 29 mínútum síðar. Shaun Wright-Phillips átti þá skot eftir hornspyrnu sem fór af varnarmanni til Adebayor sem skoraði í annarri tilraun úr markteignum. Carlos Tevez kom síðan Manchester City í 2-1 með marki beint úr aukaspyrnu á 56. mínútu. Ricardo Carvalho felldi þá Shaun Wright-Phillips rétt fyrir utan teiginn og Tevez skoraði með hnitmiðuðu skoti. Þetta reyndist vera sigurmark Manchester City í leiknum. Frank Lampard fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn fyrir Chelsea á 83. mínútu þegar Didier Drogba fiskaði víti á varamanninn Nedum Onuoha. Shay Given varði hinsvegar vítið á stórglæsilegan hátt.
Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira