Stefnt getur í neyðarástand á gjörgæslu 14. október 2009 05:00 Ef almenningur trassar að láta bólusetja sig, faraldurinn breiðist verulega út og innlögnum fjölgar mikið gæti það þýtt að senda þyrfti fólk af spítalanum og stöðva einhverja starfsemi, segir starfandi sóttvarnalæknir. fréttablaðið/gva Ef ekki tekst að hindra útbreiðslu svínaflensunnar með bólusetningu getur það raskað starfsemi Landspítalans. Þar eru til þrjár hjarta- og lungnavélar, en allmargar öndunarvélar að auki. Þetta segir Þórólfur Guðnason starfandi sóttvarnalæknir. „Það þurfa ekki mörg tilfelli að bætast við, til að mynda á gjörgæslu spítalans, sem þurfa öndunarvélaraðstoð eða slíkt, til þess að skapa algjört neyðarástand. Það má ekki gleyma því að þar inn koma fleiri, sem lent hafa í slysum eða veikindum og þurfa bráðaaðstoð. Skilaboðin hingað frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu segja að við megum búast við því að fá marga sem þurfa á hjarta- og lungnavélum að halda. Það er þeirra reynsla.“ Þórólfur undirstrikar að það sé því mjög mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn sem annast veikt fólk láti bólusetja sig. „Til þess eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi þarf að vernda sjúklinga gegn því að starfsmenn beri smit á milli. Í öðru lagi er bólusetning nauðsynleg til þess að starfsmennirnir veikist ekki sjálfir og geti sinnt störfum sínum sem eru svo mikilvæg. Í þriðja lagi þarf fólk að vernda fjölskyldur sínar með því að bera ekki smit frá spítalanum heim til sín.“ Þórólfur minnir á að svínaflensan sé viðbót við það sem hvílir á spítalanum frá degi til dags. „Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sjúkrahúskerfið ekki mikið aukapláss hvað varðar tæki, húsnæði og starfsmenn til að takast á við mikil vandamál aukalega. Ef almenningur trassar að láta bólusetja sig, faraldurinn breiðist verulega út og innlögnum fjölgar mikið gæti það þýtt að senda þyrfti fólk af spítalanum og stöðva einhverja starfsemi. Þetta gæti valdið gríðarlegri röskun, meðal annars fyrir aðra sjúklinga.“ Þórólfur segir svínaflensuna breiðast hratt út, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Tölur dagsins sýni að tilfellum fjölgi ört. jss@frettabladid.is Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Ef ekki tekst að hindra útbreiðslu svínaflensunnar með bólusetningu getur það raskað starfsemi Landspítalans. Þar eru til þrjár hjarta- og lungnavélar, en allmargar öndunarvélar að auki. Þetta segir Þórólfur Guðnason starfandi sóttvarnalæknir. „Það þurfa ekki mörg tilfelli að bætast við, til að mynda á gjörgæslu spítalans, sem þurfa öndunarvélaraðstoð eða slíkt, til þess að skapa algjört neyðarástand. Það má ekki gleyma því að þar inn koma fleiri, sem lent hafa í slysum eða veikindum og þurfa bráðaaðstoð. Skilaboðin hingað frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu segja að við megum búast við því að fá marga sem þurfa á hjarta- og lungnavélum að halda. Það er þeirra reynsla.“ Þórólfur undirstrikar að það sé því mjög mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn sem annast veikt fólk láti bólusetja sig. „Til þess eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi þarf að vernda sjúklinga gegn því að starfsmenn beri smit á milli. Í öðru lagi er bólusetning nauðsynleg til þess að starfsmennirnir veikist ekki sjálfir og geti sinnt störfum sínum sem eru svo mikilvæg. Í þriðja lagi þarf fólk að vernda fjölskyldur sínar með því að bera ekki smit frá spítalanum heim til sín.“ Þórólfur minnir á að svínaflensan sé viðbót við það sem hvílir á spítalanum frá degi til dags. „Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sjúkrahúskerfið ekki mikið aukapláss hvað varðar tæki, húsnæði og starfsmenn til að takast á við mikil vandamál aukalega. Ef almenningur trassar að láta bólusetja sig, faraldurinn breiðist verulega út og innlögnum fjölgar mikið gæti það þýtt að senda þyrfti fólk af spítalanum og stöðva einhverja starfsemi. Þetta gæti valdið gríðarlegri röskun, meðal annars fyrir aðra sjúklinga.“ Þórólfur segir svínaflensuna breiðast hratt út, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Tölur dagsins sýni að tilfellum fjölgi ört. jss@frettabladid.is
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira