Enski boltinn

United mun bjóða Giggs og Scholes nýja samninga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Scholes og Ryan Giggs, til hægri, á æfingu með Manchester United.
Paul Scholes og Ryan Giggs, til hægri, á æfingu með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti við enska fjölmiðla í kvöld að þeim Paul Scholes og Ryan Giggs verða boðnir nýir samningar við félagið.

Báðir hafa verið framúrskarandi á núverandi leiktíð en báðir eiga langan feril að baki með Manchester United.

„Félagið mun bjóða Ryan nýjan samning sem gildir út næsta tímabil. Þá verður hann 37 ára gamall en það sýnir bara hvaða álit við höfum á honum."

„Ryan er góð fyrirmynd fyrir ungt fólk. Hann býr yfir hógværð, hefur aldrei breyst og hefur aldrei verið betri."

„Ég ræddi við Paul og hann sagði ekki í beinum orðum að hann væri að velta framtíðinni fyrir sér. En leikmenn á þessum aldrei eru óhjákvæmilega að velta þeim hlutum fyrir sér."

„En miðað við frammistöðu Paul í leikjunum gegn West Ham og Wolfsburg í síðustu viku er engin ástæða til að ætla annað en að hann geti spilað alveg jafn vel á næstu leiktíð," bætti Ferguson við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×